Flóttafólk, lifrarbólgulyf og fátækt fólk
Eitt sem er óþolandi í íslenskri umræðu er þegar fólk lætur sem allt sem við viljum gera vel og kostar peninga þurfi að bitna á þeim sem minnst mega sín í samfélaginu. Og eins að staða þeirra sem eru verst settir í samfélaginu sé náttúrulögmál sem ekkert fái haggað og að meðan því fólki hafi ekki verið bjargað getum við ekkert gert fyrir aðra. Og mörgum virðist ekki detta í hug að misskiptinguna sé hægt að laga.
Júlía Birgis vinkona mín orðaði þetta ágætlega í athugasemd í facebook sem mér finnst eiga erindi við fleiri:
Ég legg til að það verði aftur tekinn upp auðlegðarskattur (sem var ca 11 milljarðar á ári í tekjur, minnir mig) og þessar tekjur yrðu eyrnamerktar flóttafólki, heimilislausu fólki á Íslandi og fólki sem þarf á lyfjameðferð að halda til að bjarga lífi sínu (ekkert endilega tæmandi listi en ég held að 22 milljarðar á 2 árum gætu bjargað mörgum lífum).
Með vandamál af þessari stærðargráðu þá eru 2 milljarðar ekkert rosaleg upphæð.
Amen.
- Baráttan um Ísland - 27/10/2017
- Hvaða máli skiptir ný stjórnarskrá? - 23/10/2017
- Forsetinn veitir undanþágur frá lögum … - 20/10/2017