trusted online casino malaysia
Hallgrímur Helgason 30/03/2014

Fjöllin skyr og fjörður mjólk

„Sjá fjöll mín hefjast hvít sem skyr og mjólk
úr hafi, — gnoðin ber mig aftur heim …“

Þannig hefst lokaerindið í ljóði Laxness, Í landsýn.

Skildi þessar línur loks í dag er ég ók út Eyjafjörð sem undir grænlandshæð var sem grænlenskur kollegi, lygn og tær. Snarauður á vegi en snjóhvítur til hlíða. Fjöllin voru svo full af skjanna að fjörðurinn tók af þeim lit, sjórinn var sem mjólk á litinn. Og Kaldbakur varð þar með að skyri.

Svona getur það tekið mann 30 ár að skilja ljóðlínu til fyllsta fulls.

Jæja. Ísland er annars fallegast í grænlensku veðri.

 

Flokkun : Pistlar
1,366