trusted online casino malaysia
Indriði Þorláksson 16/10/2015

Engin skattsvik (Enn um örlátan söngvara)

 

William-Adolphe_Bouguereau_(1825-1905)_-_Arion_on_a_Sea_Horse_(1855)Mér hefur borist til eyrna að pistill sem ég ritaði hér árla dags hafi verið túlkaður á þann veg að framin hafi verið skattsvik. Sú túlkun er fjarri öllu sanni. Ekkert í honum er þess efnis og ekkert tilefni til að ætla að skattalög hafi verið brotin. Skattskil kaupenda vegna tekna á þessu ári og þar með þessara viðskipta fer ekki fram fyrr en á næsta ári. Þegar af þeirri ástæðu er ómöguleiki á að skattsvik þeim tengd hafi verið framin. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að þeir standi að þeim skattskilum í samræmi við gildandi réttarreglur. Bið ég þá fúslega velvirðingar á því hafi ég orðað skrif mín með þeim hætti að þau megi misskilja að þessu leyti.

Tilgangurinn  með pistli mínum var að vekja athygli á skattaþætti viðskipta af þessum toga ekki síst hlutverki seljandans, ábyrgð hans á því að gera kaupendum grein fyrir gildandi skattareglum og skyldum hans sjálfs svo sem hvað staðgreiðslu varðar. Fjölmörg dæmi eru um mál af þessu tagi, m.a. mál sem forverar seljandans voru aðilar að. Voru því hæg heimantökin að kanna þau og eftir atvikum að leita leiðsagnar skattyfirvalda í álitamálum sem vissulega geta verið til staðar svo sem um “rétt” markaðsverð á þeim tíma sem kaupin fara fram og áhrif sérstakra skilmála sem kaupunum fylgdi á það. Vera kann að slíkt hafi verið gert og er þá vel.

Latest posts by Indriði Þorláksson (see all)
Flokkun : Efst á baugi, Pistlar
1,870