trusted online casino malaysia
Margrét Tryggvadóttir 25/06/2014

Dreng og Stúlku útrýmt

„Lögmaður Þjóðskrár tilkynnti okkur einnig að nú væri verið að hreinsa út alla þá einstaklinga sem hétu stúlka og drengur í Þjóðskrá.“

Segir Tristan, faðir tveggja barna, 10 og 11 ára, sem heita Drengur og Stúlka í þjóðskrá. Í raunveruleikanum heita börnin Harriet og Duncan og nánar má fræðast um vandræði þeirra í Fréttablaðinu og á Vísi.

Nú bregður svo við að Harriet hefur verið „hreinsuð út“ og fær ekki nýtt vegabréf þar sem Þjóðskrá er allt í einu hætt að gefa út vegabréf handa Stúlkum og Drengjum. Foreldrar barnanna voru ekki vöruð við og fyrirhugað ferðalag fjölskyldunnar í uppnámi.

Stundum finnst manni nánast nauðsynlegt að allir íslenskir ríkisborgarar verði sér úti um lögfræðigráðu til að verjast ágangi stjórnvalda og fjármálafyrirtækja. Fíkniefnaleit án heimilda er framkvæmd á tónlistarhátíðum þar sem lögregla fer ofan í vasa fólks (en aldrei þó á sinfóníutónleikum), lífeyrissparnarður er allt í einu orðinn ólöglegur, fjármálafyrirtækin komast upp með ótrúlegustu hluti og starfsfólk ráðuneyta hefur orðið uppvíst af því að leka gögnum til að sverta mannorð fólks.

Hættum þessu og förum að haga okkur eins og siðmenntuð þjóð.

 

Flokkun : Pistlar
1,276