Orðið

14-2
14-2 (hugtak) = sögulegt afhroð Íslendinga gegn Dönum í fótbolta á Idrætsparken í Kaupmannahöfn 23. ágúst 1967. Mörk Íslendinga skoruðu Helgi Númason og Hemmi Gunn. Úrslitin eru hlutfallslega þau sömu og í sigri Þýskalands á Brasilíu á HM 2014, 7-1.

Kalífi
Kalífi (kk.) = arabíska orðið ´khalifa´ sem merkir staðgengill, arftaki eða næstráðandi. Í Kóraninum er talað um Adam sem kalífa (fulltrúa) guðs á jörðinni. Kalífi er einkum veraldlegur valdsmaður en hann hefur einnig trúarlega stöðu þar sem hann þiggur vald sitt frá Allah. Fyrsti kalífinn var Abu Bakr, tengdafaðir Múhameðs spámanns.

Rodriguez
Rodriguez (sérnafn) = eitt af nokkrum spænskum nöfnum af norrænum uppruna (Suarez er annað).