Glósubókin

„Verkfallsmenn.“ Leiftur frá liðinni öld
„Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er áfellisdómur yfir forystumönnum verkfallsmanna.“ Björn Bjarnason, bjorn.is, 11. júní 1955 (nei, afsakið, 2015)

Það var allt og sumt
„Eins og margoft var bent á í ræðum og riti var nokkur hundruð heilbrigðisstarfsmönnum sagt upp. Það var allt og sumt.“

Hin 5 prósentin keyptu Borgun
„Enda eru víst 95% sem telja að ég sé ekki í neinum tengslum við almenning.“

Þeir þekkja það á Herjólfi
„Það kann ekki góðri lukku að stýra að ríkisvaldið skipti sér af kjaradeilum.“

Er George Orwell risinn úr gröf sinni?
„Ég hef eflaust vakið væntingar um þjóðaratkvæðagreiðslu sem ekki er hægt að standa fyllilega við.“

Magnminnkun leiðir til neikvæðs hagnaðar
„Með áframhaldandi magnminnkun áritaðra bréfa má búast við frekara tapi af rekstri Íslandspósts.“