Efst á baugi

Pex
Samkvæmt loforðum stjórnarherranna eru á að giska tveir og hálfur mánuður til kosninga. Í mesta lagi þrír mánuðir því að þá er kominn vetur. Reyndar er fyrsti vetrardagur 22. október en loforðið, margítrekað, hljóðar upp á haustkosningar. Svo undarlegt sem það er snýst heitasta pólitísku umræðan, svona stuttu fyrir kosningar, um hvaða dag verði kosið. […]

Þökk sé málfrelsinu
Fyrir þrettán mánuðum síðan birtist í fjölmiðlum ljósmynd af þáverandi forsætisráðherra landsins, formanni Framsóknarflokksins, þar sem hann brosti á báðar hendur til kínverskra fjárfesta sem hann kvaðst ætla að aðstoða við að koma upp álveri að Hafurstöðum við Húnaflóa. Í dag , 08.08. ´16, má lesa í Fréttablaðinu: „Áform um álver við Hafurstaði í Skagabyggð […]

Lýgur lögreglan að okkur?
Lögreglan er gríðarlega mikilvæg grunnstoð samfélagsins og um leið er algerlega nauðsynlegt að við getum treyst henni. Auðvitað getur stundum verið réttlætanlegt að lögreglan neiti að veita upplýsingar og til þess geta verið nokkrar ástæður, en langoftast ætti þá að vera um rannsóknarhagsmuni að tefla. En við verðum að geta treyst því að þær upplýsingar, […]

Að heimsækja sjálfan sig
Kunningi minn segir að það sé ekki hlægt að vera ferðamaður í borginni. Hann fór með fjölskylduna í heimsókn í Grasagarðinn í Laugardal og bauð upp á kökur, kaffi og kakó og þurfti að slá lán til þess að borga sig frá veisluborðinu. Sagð‘ann. Ég fór í ferðalag í góðviðrinu. Að heiman, niður á Laugaveg […]

Ekkert samtal, engin ósk
Þann 27. febrúar síðast liðinn birti ég grein hér í Herðubreið undir heitinu Alltaf á leiðinni. Hún var skrifuð eftir að utanríkisráðherra hafði fundað með hernaðaryfirvölum Bandaríkjanna um aukin umsvif bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli til þess að NATO gæti fylgst með Rússunum, sem sífellt eru að hrella alla sæmilega Íslendinga. „Engar viðræður hafa farið fram […]

Hrokafullir hryðjuverkamenn?
Það dró á himininn um leið og Sigmundur Davíð, formaður Framsónarflokksins opnaði munninn að loknu sumarleyfi suður í Evrópu þar sem hann var að hugsa sitt ráð samkvæmt eigin orðum. Hann er firðarspillir; fór strax að tala um það hvenær ætti að halda kosningar og fimbulfambaði þvert á það sem félagar hans í flokknum og […]

Sjá, ég er með yður alla daga
Hann er kominn frá Frans, leiðtoginn. Af EM. Mættur til leiks. Hann er búinn að kveikja á tölvunni, hefur skrifað bréf. Og sent það. Þar sem fullyrða má að bréfið verði sýnilegt víða verður það ekki birt hér, aðeins glefsur úr því. Það er ekki snúið út úr neinu, en tekið skal fram að glefsurnar […]

Svona rústar maður heilbrigðiskerfi – Uppskrift
Það er ekkert svo flókið mál að rústa heilu heilbrigðiskerfi og meira að segja til margreynd uppskrift sem virkar með fljótvirkum hætti. Sömu uppskrift má svo yfirfæra á aðra velferðarþjónustu t.d. menntakerfið. Svona er þetta gert: Í upphafi er til staðar ágætlega fúnkerandi heilbrigðiskerfi, kostað úr sameiginlegum sjóðum almennings, fyrir almenning. Allir sitja við sama […]

Huldufólk
Bæjarráð Mosfellsbæjar hefur úthlutað íslensk skráða félaginu MCPB ehf, lóð undir 30 þúsund fermetra einkaspítala ásamt 5 stjörnu hóteli. Gert er ráð fyrir að spítalinn verði með um það bil 150 eins manns sjúkraherbergi og 5 skurðstofur; hótelið með um 250 til 300 herbergjum. Ætlunin er að hjúkra hjartveikaum offitusjúklingum, erlendum, sem hafa efni á […]

Ástkæra ilhýra
Guðlaug Þór Þórðarson, alþingmaður Sjálfstæðisflokksins kom í Sjónvarpið í gær (19.07.´16) til þess að mæla gegn orðum félagsmálaráðherra sem þá hafði nýverið sagt frá áflogum sínum við Guðlaug og flokkssystkini hans vegna áráttu þeirra að lækka skatta á tekjuhæstu hópa samfélagsins í stað þess að styðja við heimilin í landinu. Þingmaðurinn Guðlaugur, hugmyndafræðingur flokksins í […]

Upplausn
Dómsmál eru viðkvæm. Svo og trúarbrögð. Prestar eru embættismenn og fá laun úr ríkissjóði. Lögreglustjórar gera það líka. Þeir eru þjónar okkar, almennings. Presturinn er í besta falli kjörinn til starfa af fámennum, útvöldum hópi fólks. Lögreglustjórinn er ekki kjörinn til starfa; hann er skipaður af dómsmálaráðherra (innanríkisráðherra). Oft er um pólitískar ráðningar að ræða. […]

Þá rifnar fatið
Í Kjararáði situr prýðis fólk það best er vitað. En það gerist eitthvað á fundum þess, eitthvað undarlegt. Það virðist sem þá missi þetta fólk annað hvort vit og rænu eða að það er nauðbeygt til þess að vinna eftir reglugerð sem gerir því ókleift að hugsa skýrt og sést af því að undantekningarlaust skilar […]