Efst á baugi

Björtsýni
Í gær var miðvikudagur, 11.01.´17. Hann stóð undir þeirri einkunn sem honum var gefin í fornum alþýðukveðskap; miðvikudagur til mæðu. Fluttar voru andlausar fréttir af stjórnarskiptunum þar sem hugmyndaleysi fréttamanna opinberaðist í spurningunni „Hvernig leggst þetta í þig“, sem þeir lögðu fyrir hvern verðandi ráðherra á fætur öðrum eins og búast mætti við óvæntu svari […]

Hamingjutilboð Herðubreiðar: Áskrift á helmings afslætti til að fagna tímamótum
Til að fagna tilkomu nýrrar ríkisstjórnar og meðfylgjandi gengislækkun krónunnar gerir Herðubreið landsmönnum ómótstæðilegt tilboð:

Kópavogssáttmáli
Þá er hún tilbúin. Næsta ríkisstjórn. Eða svo til. Allt komið í hús nema nöfn þeirra sem eiga að sitja í henni. Það er gott. Hún leggur í´ann með göfug markmið, en óljós mörg, eins og sést þegar rennt er yfir sáttmálann sem flokkarnir þrír gerðu áður en þeir ólu hana af sér, stjórnina. Það […]

Prinsinn af Panama leiðir ríkisstjórn í boði Funkstrasse. – Ó, þú súrrealíska veröld
Ástæðan fyrir snemmbærum alþingiskosningum í haust var ein og aðeins ein:

Löggælur
Dekur virkar oftar en ekki þannig að sá sem dekrað er við vill æ meira eftirlæti. Íslenskir auðmenn (og konur) hafa verið og eru dekurdýr. Þeir hafa sjálfir, með dyggri aðstoð aðdáenda sinna, samið flest gildandi lög í landinu, þar með talin lög um fjármálagjörninga, fjárfestingar og flutning fjármuna milli landa. Gisin lög með mörgum […]

Nýr sprellari
Þessa dagana er umræðan í þjóðlífinu eins og best gerist í góðu partíi og ekkert lát á gríninu. Þegar einn sprellari lýkur sögu tekur annar við og barnar hana. Og glaumurinn eykst. Eftir að fræðimaður á Veðurstofunni og forstjóri Kauphallarinnar höfðu glatt þjóðina með kímni sinni fyrstu fjóra daga ársins steig þriðji grínarinn fram á sviðið, […]

Grínarar
Á þriðja degi nýs árs höfum við Íslendingar þegar eignast tvo nýja grínara. Það er ekki lítið og lofar góðu um gleðilegt nýtt ár. Sá fyrri, Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, steig fram á nýjársdag með þessi orð á vörum: „Það hvílir á okkur auðvitað sú skylda, okkar fámennu stétt veðurfræðinga á Íslandi, að reyna að upplýsa […]

Auðmaður ársins: Fatlaða konan með fimm þúsund króna seðilinn
Þegar gott málefni er styrkt með margra fermetra stórri ávísun býr oftast fleira en baki en örlætið eitt.

Samkórinn
Það safnast sífellt fleiri í kórinn. Samkórinn. Þar er æft og sungið eitt lag. Aðeins eitt einasta lag. Einn texti: Fellum gengið. Forsendur textans er æðibuna. Æðibuna blönduð græðgi, blindu og tillitsleysi. Textinn er unninn upp úr viðskipahagfræði sem í raun er ekki fræðigrein fremur en annar skáldskapur. „Fræðingarnir“ tala við sína líka, menn og […]

Smán
Það eru að koma jól. Hátíð. Norður á Akureyri býr tæplega áttræður maður á hjúkrunarheimili. Það á að loka því fyrir jól. Það verður lokað yfir hátíðirnar. Líklega verður það ekki opnað aftur. Öldungnum verður vísað á dyr. Burt úr bænum. Hann verður fluttur hreppaflutningum til Ólafsfjarðar og settur þar niður. Hann er niðursetningur. Það […]

Geip og gambur
Sigmundur Davíð hefur farið í mörg viðtöl í Ríkisútvarpinu til þess að skýra hugmyndir sínar fyrir þjóðinni. Eigi að síður kvartar hann yfir því að ýmist flytji Útvarpið engar fréttir af hugmyndum hans eða afbaki þær á allan hátt. Í vor fór hann í frægt sjónvarpsviðtal. Í stað þess að skýra sín mál, skrökvaði hann […]

Ráðherra svíkur langveik börn
Maður sem ég þekkti ungur var orðinn hjartveikur af lífinu. Konan hans var veik og þurfti mikla umönnun allan sólarhringinn. Hún fékk ekki inni á hjúkrunarheimili við hæfi svo að maðurinn varð að annast hana þó svo að hann hefði ekki burði til þess. Hann lést fyrir nokkrum vikum. Konan lifir mann sinn án […]