Botninum náð!
Um daginn velti ég því fyrir mér í grein hvort Framsóknarflokkurinn meinti eitthvað með daðri sínu við útlendingahatur, islamafóbíu og ástæðulausa hræðslu fólks við hluti sem eru því framandi. Eða hvort framámenn flokksins, þar á meðal formaðurinn og fulltrúar flokksins og flugvallarvina í Reykjavík, sæju einungis tækifæri í þessum áður nokkurn veginn óplægða akri.
Spurningunni er í raun enn ósvarað en nú hlýtur botninum að vera náð þegar Framsókn og flugvallarvinir hafa skipað sjálfstæðismann, þekktan fyrir andúð sína á samkynhneigð, fjölmenningu og múslimum, mann sem vill afnema grundvallarmannréttindi eins og trúfrelsi og mismuna fólki gróflega sem varamann í sjálft mannréttindaráð borgarinnar.
Þetta finnst mér ekki aðeins ógeðfellt. Þetta er stórhættulegt. Ég skora á alla íbúa borgarinnar og ekki síst framsóknarmenn að láta þetta ekki yfir sig ganga. Höfnum hatri.
- Baráttan um Ísland - 27/10/2017
- Hvaða máli skiptir ný stjórnarskrá? - 23/10/2017
- Forsetinn veitir undanþágur frá lögum … - 20/10/2017