trusted online casino malaysia
Margrét Tryggvadóttir 30/05/2014

Bann við brottnámi líffæra

Þegar ég var sat á Alþingi tók ég þátt í að breyta almennum hegningalögum. Meðal þeirra breytinga sem gerðar voru á lögunum í það skiptið var þessi:

227. gr. a laganna orðast svo:
Hverjum þeim sem gerist sekur um eftirtalda verknaði, einn eða fleiri, í þeim tilgangi að misnota mann kynferðislega eða til nauðungarvinnu eða til að nema á brott líffæri hans skal refsa fyrir mansal með allt að 8 ára fangelsi. …

Nú er það ekki svo að  líffæri hafi verið numið brott úr fólki hér á landi (þar sem lögin gilda) svo vitað sé. Þetta er sem sagt ekki mikið vandamál hér á landi. Engu að síður þótti löggjafanum tilefni til að hafa þetta á hreinu.

Í þættinum Stóru málunum á Stöð tvö sem sýndur er nú í kvöld fer oddviti Framsóknarmanna í borginni enn og aftur með ómerkilegu hræðslumöntruna um „vondu útlendingana“ og nú með skandinavísku tvisti:

Vilt þú búa í samfélagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síðustu viku, að það er refsivert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsivert að þvinga fólk í hjúskap.

Just saying …

Flokkun : Pistlar
1,414