Ritstjóri Herðubreiðar

Sumarlesning Herðubreiðar (VI): Sumarnótt
„Það er sko náttúran sem stjórnar því án nokkurra leyfisbréfa frá almættinu hvar og hvenær rignir. Guð hefur ekkert með það að gera,“ sagði hann og gekk um flekkina og sparkaði upp töðunni til þess að sjá hversu þurr hún væri orðin.

Sumarlesning Herðubreiðar (V): Þegar lögreglan beitti táragasi á landleguballi á Siglufirði
Þá mættum við mjög drukknum sjómanni sem sagði við okkur: „Hvað er eiginlega að ske? Er komin þjóðhátíð?“ Ég býst við að hann hafi verið frá Vestmannaeyjum og fundist stemningin þjóðhátíðarleg.

Sumarlesning Herðubreiðar (IV): Moldin beið í þúsund ár – landnámsmaður á 20. öld
Fyrir nokkru lagðist Vagn Sigtryggsson bóndi í Hriflu til hvíldar eftir venjulegan vinnudag. En á þessari kyrrlátu nótt kom dauðinn í hús hans og flutti hann frá konu og sex sonum.

Sumarlesning Herðubreiðar (III): „Sendi Friðrik í nótt – Margrét“
Ég man ekki til að nokkurt guðs orð væri fram borið eða meðtekið með meiri andakt heima hjá mér en texti þessa símskeytis, og var þó alltaf verið að hafa guðs orð um hönd.

Sumarlesning Herðubreiðar (II): Tólgarmálið í Trékyllisvík og stjörnuvitni ákæruvaldsins
Guðmundur Guðmundsson vinnumaður í Ingólfsfirði háði harða glímu við samviskuna á jólaföstunni 1866. Hann hafði orðið vitni að glæp, hvorki meira né minna.

Sumarlesning Herðubreiðar (I): Hvernig ómagarnir urðu ríkir og jafnharðan bláfátækir aftur
Hreppsnefndin skipti síðan upphæðinni í meðlög með ómögunum og arðshlutur þeirra af eign sinni færður þeim til skuldar, rétt eins og þeir ættu alls ekki Búlandsnesið.

Upptrekkti stjórnmálamaðurinn
Við þurfum að taka úr sambandi upptrekkta stjórnmálamanninn, sem allur heimurinn hefur gefist upp á, því að hann virðist sífellt vera að segja: Ég hef rétt fyrir mér og hinir eru hálfvitar.

Einungis fyrir þá sem vilja lesa sér til gagns
Hefurðu lent í því að missa síma í klósettið? Svona er best að hreinsa hann.

Nokkrar staðreyndir um stöðu mála í Grikklandi
Að hætta við evruna og taka aftur upp drökmu hjálpar ekki grískum almenningi. Drakman myndi falla eins og steinn, nauðsynjavörur hækka í verði og skattstofnar ríkisins dragast enn frekar saman.

Síðasti dans Péturs Blöndals – eftirmæli
Eftir Róbert Marshall
Vegna þess að mig langar ekki til að skrifa mærðarfull eftirmæli ætla ég að gera þá játningu að oft fór Pétur Blöndal mikið í taugarnar á mér.

Fólk með engar verðtryggðar skuldir fær tæpa sex milljarða úr ríkissjóði. Í reiðufé. Óþarfa neikvæðni, segja álitsgjafar
Fólk með engar verðtryggðar húsnæðisskuldir fékk 5,8 milljarða úr ríkissjóði með „skuldaleiðréttingu“ ríkisstjórnarinnar, óháð eignum og tekjum.

Keikó með bernaise-sósu
Röðin fyrir utan sædýrasafnið í London var löng, sólin heit og annað hvert barn var vælandi – þar á meðal mitt.