Margrét Tryggvadóttir
Getur jöfnuður verið of mikill?
„Jöfnuður er of mikill,“ sagði í fyrirsögn í Viðskiptablaðinu á dögunum og ég viðurkenni að fyrirsögnin stuðaði mig. Orðin koma frá Ásdísi Kristjánsdóttur, forstöðumanni efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins sem vitnar til nýrrar skýrslu OECD sem sýnir að hvergi sé meiri jöfnuður en á Íslandi. Hvergi sé bilið á milli hinna ríku og fátæku minna og hefur […]
Er hægt að kjósa burt skuldir?
Við lifum á áhugaverðum tímum. Síðan Geir bað guð að blessa Ísland hafa landsmenn vart haft undan að kynna sér málin, reyna að skilja hvernig í öllu liggur og velta fyrir sér hvað best sé að gera í stöðunni hverju sinni. Við höfum verið í sjokki, öskureið, reynt að hugsa um annað, hlúð að börnunum […]
Segðu af þér Vigdís!
Í kvöldfréttum RÚV í gær var frétt um það ófremdarástand sem tómur túlkasjóður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausa veldur. Að mínu mati fela smánarlega lágar fjárveitingar til sjóðsins í sér gróf mannréttindabrot því undanfarin misseri hefur sjóðurinn ítrekað tæmst og þeir sem þurfa á túlkun að halda hafa mátt bíða vikum og mánuðum saman eftir nýrri fjárveitingu. Í […]
Viltu Útistöður? Gjörðu svo vel!
Bókin Útistöður sem kom út síðasta haust segir frá reynslu minni sem kjörinn fulltrúi þjóðarinnar á Alþingi síðasta kjörtímabil. Við lifum merkilega tíma og mér fannst mikilvægt að skrá reynslu mína, bæði fyrir sjálfa mig og aðra. Áður en ég var kosin lofaði ég að láta vita hvað væri að gerast þarna inni. Við það […]
Rétturinn til heilsu
23. grein Heilbrigðisþjónusta Allir eiga rétt til að njóta andlegrar og líkamlegrar heilsu að hæsta marki sem unnt er. Öllum skal með lögum tryggður réttur til aðgengilegrar, viðeigandi og fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. (Úr frumvarpi Stjórnlagaráðs) Erum við ekki sammála um þetta? Þá þurfum við líka að sjá til þess að heilbrigðisstarfsfólk fái mannsæmandi laun.
Tilkynningar lögreglu í fjölmiðlum
Í gær var ótrúlega klikkaður fréttadagur og hálf þjóðin nánast óvinnufær af flissi. Tvær fréttir sem tengjast lögreglunni og aðilum mála finnast mér undarlegar og kannski líka furðulegt að þær hafi ekki fengið meiri athygli. Fyrra atriðið sem ég hnaut um kom fram í viðtali við Malínu Brand sem hafði að eigin sögn verið „lent í“ […]
Að minnka skaðann
Nú á laugardaginn mun Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss halda fyrirlestur í Háskóla Íslands. Dreifuss kemur hingað m.a. fyrir tilstilli Snarrótarinnar – Samtaka um borgaraleg réttindi og er fulltrúi í Alþjóðanefnd um vímuefnastefnu, Global Commission on Drug Policy (sem oft er kölluð Kofi Annan-nefndin). Allar skýrslur nefndarinnar eru aðgengilegar án endurgjalds á vefnum, þær eru stuttar […]
Bleikur strokkur, íslenska moskan í Feneyjum og listin sem tækni
Árið 1917 birti rússneski formalistinn Viktor Shklovskíj grein sem heitir (í þýðingu Árna Bergmanns) „Listin sem tækni“. Í greininni ræðst hann gegn þeirri viðteknu skoðuns þess tíma að list (og þar með talið skáldskapur) sé „sérstök aðferð hugsunar, nánar tiltekið sú aðferð að hugsa í myndum“ eins og segir í greininni. „Ef að allt hið flókna […]
Það sem liggur í loftinu …
Nú eru að verða sjö ár frá hruni. Eftir að hafa komið hrunstjórninni frá prufuðu landsmenn að kjósa hreina vinstri stjórn. Hún varð á skömmum tíma óvinsæl. Að vissu leyti er það afar skiljanlegt og sennilega má segja að hvaða stjórn sem hefði tekið við á þessum tíma hefði beðið sömu örlög. Aðstæður voru einfaldlega […]
Aukavinna ráðherra
Á vefsíðunni Hringbraut er athyglisverð frétt. Þar segir meðal annars: Menntamálaráðherra fór í lok mars í opinbera vinnuferð til Kína á kostnað ríkisins með hóp embættismanna og annarra. Með í för voru fulltrúar frá fyrirtækinu Orka Energy sem vinnur að orkutengdum verkefnum í Asíu. Það sem ekki hefur komið fram opinberlega er að ráðherrann er […]
Lýðræði í kreppu – lengi lifi lýðræðið!
Það var sérstök tilfinning að flytja erindi um lýðræði og stjórnarskrá í Aþenu, sjálfri vöggu lýðræðisins. Mér var boðið á ráðstefnu um lýðræðisumbætur, þátttökulýðræði og stjórnarskrármál og falið að fræða viðstadda um það hvernig við Íslendingar sömdum okkar eigin stjórnarskrá í opnu ferli þar sem þátttaka hins almenna borgara var tryggð á flestum stigum málsins. Ég […]
Vantraust
Hvað er hægt að gera þegar ráðherra laumast í fullkomnu umboðsleysi til að afhenda bréf í útlöndum sem jafngiltir í raun valdaráni, það er að segja ef einhver tæki mark á því þar, og kemur svo heim og setur fram nýja skoðun og túlkun á bréfinu næstu daga þar á eftir? Bréf sem enginn skilur. Síðustu daga […]