trusted online casino malaysia

Jón Daníelsson

Höfundur er gráskeggur úr Hrútafirði.
Netfang: jondan[hjá]mmedia.is

rss feed

Ég skammast mín

Ég skammast mín

Ghasem Mohammadi stendur á tvítugu. Hann flúði frá heimalandi sínu, Afganistan, fyrir fjórum árum til að bjarga lífinu. Síðustu tvö árin hefur hann verið í eins konar stofufangelsi á Íslandi. Hann fór í hungurverkfall fyrir nokkru og sálarástand hans er þannig, að hann langar helst til að deyja. Yngsti sonur minn er jafngamall þessum pilti. […]

Jón Daníelsson 03/06/2014 Meira →
Sjálfstæðismenn óttast samkeppni

Sjálfstæðismenn óttast samkeppni

Halldór Halldórsson sá ástæðu til að vara sérstaklega við hugmyndum Dags B. Eggertssonar og Samfylkingarinnar um uppbyggingu leiguíbúða í sjónvarpskappræðunum kvöldið fyrir kjördag. Það kemur ekki á óvart. Sjálfstæðismenn óttast nefnilega samkeppni, þveröfugt við það sem þeir sjálfir halda fram. Á mánudaginn fjallaði ég í Herðubreiðarpistli aðeins um hugmyndir Samfylkingarinnar um leiguíbúðir, byggðar með félagslegu […]

Jón Daníelsson 30/05/2014 Meira →
Reykjavík: Úrslit ljós en samt spenna

Reykjavík: Úrslit ljós en samt spenna

Þótt enn sé einn og hálfur sólarhringur þar til kjörstaðir opna, virðast úrslit kosninganna nokkuð ljós í Reykjavík. Núverandi meirihluti heldur velli. Spurningin er aðeins hvort hann fær 8 eða 9 fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn tapar a.m.k. einum manni frá síðustu kosningum og þrjú framboð fá einn fulltrúa hvert: Framsókn, VG og Píratar. Skoðanakannanir eru nú til […]

Jón Daníelsson 29/05/2014 Meira →
Leiguíbúðir eða okurleiguíbúðir?

Leiguíbúðir eða okurleiguíbúðir?

Á allra næstu árum verður loksins til alvöruleigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu. Framundan er bygging íbúðablokka fyrir almennan leigumarkað. Á því leikur enginn vafi. Um nauðsyn þess eru vinstri og hægri menn nefnilega sammála fyrir þessar borgarstjórnarkosningar. Engu að síður er munur á afstöðu þeirra. Og meira að segja munur sem skiptir miklu máli. Sjálfstæðismenn vilja einfaldlega […]

Jón Daníelsson 26/05/2014 Meira →

Stórsigur Framsóknar?

Það yrði óneitanlega bæði stór og óvæntur sigur ef Framsóknarflokknum tækist að fá kjörinn einn borgarfulltrúa eftir allt sem á undan er gengið. Bæði á bloggsíðum og Facebook er yfirlýsing Sveinbjargar Sveinbjörnsdóttur um mosku í Reykjavík mikið til umræðu í dag og flestir virðast sannfærðir um að hún sé endanlega búin að spila rassinn úr […]

Jón Daníelsson 24/05/2014 Meira →

Gaman að svona glæpamönnum

Samráð Húsasmiðjunnar og Byko er auðvitað alvarlegur glæpur. En það er hins vegar beinlínis fyndið, hvernig upp komst um þetta samráð. Ástæðan reynist vera ótrúleg heimska glæponanna sjálfra. Út af fyrir sig er gríðarlega heimskulegt að viðhafa beint samráð. Það er hreinasti óþarfi. Á slíkum fákeppnismarkaði hefði dugað ágætlega að senda starfsmenn frá Byko í […]

Jón Daníelsson 17/05/2014 Meira →

Flokksmálgagnið ver falsarann

Gömlu flokksblöðin eru dauð. Öll nema eitt. Morgunblaðið lifir enn, þrátt fyrir gjaldþrot. Og er orðið harðara flokksmálgagn en nokkru sinni fyrr. Í morgun var því dreift ókeypis. Kannski var dagurinn sérstaklega valinn með tilliti til forsíðufréttarinnar um leynd heimildarmanna, sem sögð er lykilatriði. Ég er reyndar hjartanlega sammála því. Fátt er frjálsri fjölmiðlun mikilvægara […]

Jón Daníelsson 16/05/2014 Meira →

Frá örbirgð til allsnægta í 15 skrefum

Ég er allt í einu búinn að fatta hvernig hægt er að græða 3,8 milljarða í 15 einföldum skrefum og með lítilli fyrirhöfn. Ekki nema sjálfsagt að miðla þessari uppgötvun til annarra. Skref 1: Ég stofna fyrirtækið Pons ehf (stytting fyrir Pínu pons). Skref 2: Ég læt Pons ehf kaupa hlutabréf í fyrirtækinu Aurasál Holding, […]

Jón Daníelsson 14/05/2014 Meira →

Bara vinstri flokkar í framboði

Það var nokkuð skemmtilegt að sjá kynningu RÚV á framboðum til borgarstjórnar í Reykjavík í sjónvarpsfréttunum. Ef ég vissi ekki betur, hefði mér í fljótu bragði sýnst (og heyrst) að allir forystumennirnir væru vinstra megin við miðju og enginn valkostur fyrir hægri sinnaða kjósendur. Þannig ætla sjálfstæðismenn að setja „nemandann í fyrsta sæti“ (sem kostar […]

Jón Daníelsson 12/05/2014 Meira →

Stjórnarandstaðan að klúðra ESB-málinu?

Ég sé ekki betur en stjórnarandstaðan sé að klúðra ESB-málinu, og þá auðvitað einkum ESB-flokkarnir tveir, Samfylking og Björt framtíð. Búið er að semja um þinglok og þingsályktunartillagan um að slíta viðræðum við ESB er meðal þeirra mála, sem ekki verða afgreidd. Stjórnarandstaðan virðist líta á þetta sem einhvers konar áfangasigur. En þvert á móti […]

Jón Daníelsson 11/05/2014 Meira →

Eiga blaðamenn að vernda falsara?

Hið svonefnda lekamál hefur eiginlega stökkbreyst á allra síðustu dögum.  Nú er ljóst að heimildarmaðurinn, sem lak annaðhvort „minnisblaði“ eða „samantekt“ úr innanríkisráðuneytinu til fjölmiðla, hefur falsað skjalið. Það gjörbreytir málinu. Menn hafa velt fyrir sér hvort reglan um verndun heimildarmanna sé algild, eða hvort öðru máli gegni, þegar í ljós kemur að heimildarmaður lekur […]

Jón Daníelsson 08/05/2014 Meira →

Dómarinn þurfti að giska

Hið svokallaða lekamál innanríkisráðuneytisins er auðvitað óhugnanlegt. Það virðist ekki aðeins augljóst að „minnisblaðinu“ sem í dag heitir „samantekt“ á vef ráðuneytisins hafi verið lekið til fjölmiðla beinlínis til að skaða málstað hælisleitanda, heldur má líka spyrja hvort þessar upplýsingar hafi kannski verið teknar saman í þeim eina tilgangi að leka þeim. Hvort heldur er, […]

Jón Daníelsson 05/05/2014 Meira →
0,918