trusted online casino malaysia

Jón Daníelsson

Höfundur er gráskeggur úr Hrútafirði.
Netfang: jondan[hjá]mmedia.is

rss feed

Svíþjóð: Spennan eykst – en hvað svo?

Svíþjóð: Spennan eykst – en hvað svo?

Svíar kjósa nýtt þing á morgun, sunnudag. Bil milli fylkinga fer minnkandi og spennan eykst. En hvað gerist eftir kosningar? Það fer auðvitað eftir úrslitunum. Gallinn er bara sá að úrslitin verða ekki jafn skýr og endranær. Hér er rétt að staldra við og benda fróðleiksfúsum lesendum á nokkuð langan pistil, sem ég skrifaði í […]

Jón Daníelsson 14/09/2014 Meira →
Þetta svínvirkar alltaf

Þetta svínvirkar alltaf

Lægra þrep virðisaukaskattsins verður hækkað í 11% og það efra lækkað í 24,5%, sem sagt fært í fyrra horf. Þetta eru ekki tölur úr fjárlagafrumvarpinu, heldur þær tölur sem verða samþykktar á endanum. Og auðvitað má spyrja hvernig ég viti þetta. Að sjálfsögðu veit ég ekki neitt, sem ekki er á almannavitorði. Þessa tilgátu ber […]

Jón Daníelsson 09/09/2014 Meira →
Spennandi kosningar í Svíþjóð

Spennandi kosningar í Svíþjóð

Það er nokkuð merkileg staða, sem blasir við 10 dögum fyrir þingkosningar í Svíþjóð. Rauðgræna (vinstri) blokkin hefur verulegt forskot á (hægri) bandalag borgaraflokkana, en hins vegar tvöfaldast fylgi öfgaflokksins Svíþjóðardemókratanna og hægri stjórn Fredriks Reinfeldt gæti því kannski fræðilega séð haldið völdum, en þá þurft að reiða sig á stuðning þessara útlendingahatara. Svíþjóðardemókratar teljast […]

Jón Daníelsson 04/09/2014 Meira →

Fréttin sem bara flögraði hjá

Fréttaefnin eru víða, en einhver þarf að grípa þau á lofti til að úr verði fréttir. Eitt slíkt flögraði hjá nú um helgina. Í rauninni talsvert safarík frétt, en vegna þess að hún var hvergi tekin föstum tökum, flögraði hún bara inn um einn glugga og svo út um næsta. Að kaupmenn hirði sjálfir arðinn […]

Jón Daníelsson 03/09/2014 Meira →
Framsóknarmenn sjá ljósið

Framsóknarmenn sjá ljósið

  Þessa dagana er engu líkara en ýmsir þingmenn Framsóknarflokksins séu að átta sig á því, að það er ekki nóg að eiga aðild að ríkisstjórn, hafa forsætisráðherra úr eigin röðum og hafa komið fram helsta kosningamáli sínu, ef samstarfsflokkurinn á svo að fá að ráða öllu öðru. Það er fyrirhuguð hækkun matarskattsins, sem nú […]

Jón Daníelsson 24/08/2014 Meira →
Er þetta alveg svona einfalt?

Er þetta alveg svona einfalt?

Við Íslendingar hyggjum yfirleitt ekki á landvinninga, enda landamæri okkar nokkuð augljós og ganga almennt undir heitinu fjara. Að vísu minnist ég þess, að hafa heyrt þá kenningu að við ættum að gera kröfu um yfirráð á Grænlandi, þar eð Íslendingar hefðu lagt það undir sig fyrir þúsund árum. En það var fyrir meira en […]

Jón Daníelsson 14/08/2014 Meira →
Hangir Hanna Birna á stólnum?

Hangir Hanna Birna á stólnum?

Það virðist eiginlega bara orðið tímaspursmál hvenær Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra boðar til blaðamannafundar og tilkynnir um afsögn sína. Samt er ég ekki alveg viss. Þótt ótrúlegt virðist gæti enn farið svo, að henni takist að hanga á ráðherrastólnum. Það þarf varla að taka fram að sennilega gætið það hvergi gerst í Vestur-Evrópu nema á […]

Jón Daníelsson 30/07/2014 Meira →

Nýlenduveldið Reykjavík

Mér sýnist ýmsum hafa svelgst á ummælum Elliða Vignissonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum, þegar hann gerði flutning Fiskistofu til Akureyrar að umtalsefni á heimasíðu sinni og endaði pistilinn á þessum orðum: Svo mikið er víst að tími landsbyggðanna er að renna upp.  Langlundargeð íbúa þar er löngu þrotið.  Þar er ekki lengur vilji til að vera […]

Jón Daníelsson 06/07/2014 Meira →
Svo veltir ráðherrann sér á hina hliðina

Svo veltir ráðherrann sér á hina hliðina

Að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu frá Hafnarfirði til Akureyrar er svona ámóta áhrifarík aðgerð og að taka teskeið af vatni úr stóru keraldi og flytja yfir í litla vatnsfötu. Vatnsborðið lækkar ekki í keraldinu og hækkar ekki í fötunni. Flutningur 30-40 stöðugilda hefur hvorki merkjanleg áhrif í Hafnarfirði né á Akureyri. En þetta hefur áhrif á […]

Jón Daníelsson 02/07/2014 Meira →

Þörf fyrir nýjan leka

Lögreglan virðist í rauninni vita með fullri vissu hver það var, sem falsaði minnisblaðið um Tony Omos og lak því til Fréttablaðsins og Morgunblaðsins. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að lögregla telji sig hafa „rökstuddan grun“. Grunurinn byggist á því, að þessi starfsmaður átti fjögur símtöl við [blaðamann] Vísis að kvöldi 19. nóvember og eitt […]

Jón Daníelsson 18/06/2014 Meira →

Björn Ingi hlýtur að kófsvitna

Ritstjóri og útgefanda tveggja víðlesinna vefmiðla ætti að vera vandari að virðingu sinni en svo, að fara með fleipur. En  Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi Pressunnar og Eyjunnar hamast svo við að bulla að maður ímyndar sér að hann hljóti að vera orðinn alveg kófsveittur. Að sjálfsögðu er ég tala um meint „svik“ nýs meirihluta í […]

Jón Daníelsson 15/06/2014 Meira →
Étt’ann sjálf, Guðfinna!

Étt’ann sjálf, Guðfinna!

Manni lærist ýmislegt á langri ævi. Til dæmis að það getur virkað ágætlega að draga kanínu upp úr hatti örskömmu fyrir kosningar. Mér hefur alltaf fundist trixið sjálft óheiðarlegt og kanínurnar hafa vissulega verið misfagrar ásýndum. En framsóknarkanínan, sem birtist viku fyrir borgarstjórnarkosningarnar, er sú ljótasta sem ég hef séð. Útlendingahatur og tortryggni milli kynþátta […]

Jón Daníelsson 06/06/2014 Meira →
0,910