
Jón Daníelsson
Höfundur er gráskeggur úr Hrútafirði.
Netfang: jondan[hjá]mmedia.is

Gríðarleg sparnaðarfæri í ræstingum
Nú hefur 17 ræstingakonum verið sagt upp í stjórnarráðinu. Þar af eru aðeins 4 innan við fimmtugt, 7 á aldrinum 50-60 ára og 6 komnar yfir sextugt. Ræstingarnar verða boðnar út og þannig á að spara ríkinu peninga. Einkafyrirtækin geta jú gert allt bæði ódýrar og betur, eða hvað? Kannski við lítum aðeins nánar á […]

Mörður Bjarna
Ég var að lesa í þriðja sinn lítið kver, sem Bjarni Harðarson gaf út í sumar. Mörður heitir þessi frásaga og er lögð í munn Merði Valgarðssyni, sennilega þekktasta illmenni þeirra miðaldabókmennta sem kallast einu nafni Íslendingasögur. Bjarni er orðinn mikill snillingur í persónusköpun. Og honum er líka einkar lagið að lýsa löngu horfnum tíðaranda […]

Afar hæpið verkfall
Ég er eiginlega dálítið hissa á því að læknar skuli geta réttlætt það siðferðilega fyrir sjálfum sér, að fara í verkfall. Læknar eru nefnilega ekki eins og hver önnur starfstétt. Þetta er fólkið sem við treystum fyrir lífi okkar. Öldum saman lögðu læknar á sig mikið erfiði og langferðir til bjarga lífi og sýndu oft […]

Skammastu þín, Róbert Marshall!
Róbert Marshall, þingmaður Bjartar framtíðar ætti að hafa vit á að skammast sín þessa dagana. Mig skiptir svo sem engu hversu margir eru þessu sammála eða ósammála. Þetta er einfaldlega mín skoðun. Í kosningu um forseta Norðurlandaráðs studdi Róbert Steingrím J. Sigfússon, en ekki Höskuld Þórhallsson. Hann gaf upp tvær ástæður fyrir þessari afstöðu. Önnur […]

Útistöður
Það tók flestar tómstundir mínar í líklega tíu daga að lesa bók Margrétar Tryggvadóttur, Útistöður, og ég sannfærðist fljótlega um að bókin væri allt of löng. Hún er nærri 530 síður og sumt hefði ýmist mátt skera hraustlega niður eða draga saman. Að lestri loknum er ég þó allt eins þeirrar skoðunar að einmitt lengdin […]

Lögreglan að verða mesta ógnin
Við horfum of mikið á bandarískar bíómyndir. Sjónin er sú tegund skynjunar sem mannskepnunni er eðlilegt að treysta best og þess vegna þarf engan að undra þótt bíómyndir og sjónvarpsþættir hafi áhrif á okkur. Það verður ekki ósatt þótt við gerum okkur ekki meðvitað grein fyrir því. Almenn ímynd lögreglunnar skiptir máli. Það skiptir máli, […]

Árni Páll: Farðu í réttan gír
Samtöl stjórnmálamanna geta oft verið furðuleg. Við urðum vitni að einu slíku í Kastljósi í gærkvöldi, þegar formenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar „tókust á“ um matarskattinn. Undanfarna daga hafa menn verið að leika sér með meðaltalsútreikninga á verði máltíða og fengið út lágar tölur. Árni Páll nuddaði Bjarna upp úr þessu, en umfram það hafði hann […]

Hvað breyttist eiginlega á 30 árum?
Fyrir nánast alveg sléttum 30 árum var ég blaðamaður á NT og ákvað einu sinni að forvitnast um það, hversu mikið maður fengi að borða fyrir þær krónur sem Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar áætlaði skjólstæðingum sínum í mat. Það var gaman að vinna á NT og við gerðum ýmislegt öðruvísi en hefðin bauð. Þess vegna stillti ég […]

Samkeppni eða einokun?
Getur einokun í einhverjum tilvikum verið betri en samkeppni? Ég er vafalaust einn af örfáum sérvitringum, sem er tilbúinn að svara þessari spurningu játandi, en þó að vísu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Í samfélagsumræðunni er hugtakið „samkeppni“ orðið einshvers konar helgitákn. Það er orðin pólitísk rétthugsun, að samkeppni sé bæði góð og nauðsynleg á öllum […]

Ekkifréttir dagsins – og svo bein lygi
Það líður sosum varla sá dagur að maður sjá ekki a.m.k. eina ekki-frétt. Sem sagt frétt um eitthvað sem í rauninni er alls ekki fréttnæmt. Einfaldlega ekki í frásögur færandi. Ég leiði þetta yfirleitt hjá mér, en stöku sinnum ofbýður manni. Stóra ekki-frétt dagsins var sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefði tapað 126 milljónum á síðasta ári. […]

Lifi einkaframtakið!
Ég hef stöku sinnum nefnt það í bloggpistlum mínum, að sennilega þurfi lögreglan sáralitlar eða kannski engar fjárveitingar úr ríkissjóði. Ekki þarf annað, en að gera út hluta starfsliðsins til að sekta ökumenn fyrir of hraðan akstur, ranga (eða oftast enga) notkun stefnuljósa, akstur gegn rauðu ljósi o.s.frv. o.s.frv. Ég þarf ekki annað en að […]

Stjórnarkreppa í Svíþjóð
Staðan að loknum þingkosningum í Svíþjóð er nokkuð sérkennileg, en verður tæpast kölluð nokkuð annað en stjórnarkreppa. Rauðgræna fylkingin bætti aðeins við sig tveimur þingmönnum og þingstyrkur hennar er því nánast óbreyttur frá síðustu kosningum. Aftur á móti töpuðu ríkisstjórnarflokkarnir fjórir allir fylgi og samtals 31 þingsæti. Þar með varð hægrið minna en vinstrið. Stóri […]