Jón Daníelsson
Höfundur er gráskeggur úr Hrútafirði.
Netfang: jondan[hjá]mmedia.is
Hver lak núna?
Bjarni Benediktsson er kominn í stríð við samráðherra sinn, Eygló Harðardóttur, og svífst einskis til að koma á hana höggi. Fréttastofa RÚV „hefur undir höndum“ einhvers konar „umsögn“ fjármálaráðuneytisins um frumvarp Eyglóar um húsnæðisbætur, nýtt kerfi sem á að leysa húsaleigubætur og vaxtabætur af hólmi. Auðvitað er ekkert eðlilegra en að fréttastofan birti meginatriði þessarar […]
Þessu brjálæði verður að linna
Yfirstandandi kjaradeilur eru komnar svo langt frá heilbrigðri skynsemi, að tæpast er unnt að kalla þær annað en brjálæði. Það er vissulega afar auðvelt að hafa samúð með þeirri kröfu, að lægstu laun verði komin í 300 þúsund á mánuði eftir þrjú ár. Það er reyndar ekki nema 25-30% raunhækkun miðað við mjög hóflega verðbólgu tímabilinu. […]
Eygló bítur frá sér
Það eru markverð tíðindi, þegar tveir ráðherrar eru farnir að skiptast á illvígum skeytum í fjölmiðlum. Þótt Eygló Harðardóttir, talaði afar gætilega í viðtali við RÚV í gær, leyndi sér ekki að það er nokkuð þungt í henni. Og það er ekki nema von. Yfirlýsing fjármálaráðuneytisins á föstudag, sem m.a. birtist í Kjarnanum, þess efnis […]
Merkileg ósvífni
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fullyrti í fyrirspurnatíma á Alþingi í dag, að ríkissjóður fengi ekki krónu í skatttekjur fyrr en laun fólks væru komin í 240 þúsund á mánuði. Það tók mig dálitla stund að átta mig á því, að í samhenginu hafði hann nefnt barnabætur og vaxtabætur. Þannig taldi hann sig hafa bjargað sér fyrir […]
Banvæn verkföll
Við erum komin langan veg frá fyrstu áratugum 20. aldar, þegar verkafólki tókst – stundum og stundum ekki – að knýja atvinnurekendur til kauphækkana með verkföllum. Á þessum tímum snerust kjaradeilur oftar en ekki um það hvort verkafólk ætti fyrir mat. Þrátt fyrir gjörbreyttar aðstæður hefur Íslendingum aldrei tekist að ná nægilega víðtækri sátt um […]
Geta þrír örflokkar höggvið á hnútinn?
Ríkisstjórnin ætlar augljóslega ekkert að aðhafast til að leysa þær kjaradeilur, sem á næstu vikum munu beinlínis leggja íslenskt samfélag í rúst. Sú hugdetta hefur kannski ekki á sér trúverðugt yfirbragð, að stjórnarandstaðan geti hlaupið í skarðið og höggvið á hnútinn, en við skulum samt skoða möguleikann aðeins nánar. Tvær afar skarplegar greiningar á samfélagsástandinu […]
Skattlausir skólakrakkar: Hneyksli aldarinnar
Það er alþekkt að tölfræði má auðveldlega beita til að fá hentuga niðurstöðu. Og meira að segja getur arfavitlaus niðurstaða verið „fræðilega“ rétt. Þannig gæti t.d. verið vafasamt að hætta sér út í rökræður um þá tölfræðilegu niðurstöðu að manni sem stendur öðrum fæti í frystikistu, en hinum á heitri eldavélarhellu, líði „að meðaltali“ ágætlega. […]
Ný ríkisstjórn fyrir vorið
Þegar litið er yfir drög að ályktunum flokksþings Framsóknarflokksins, sem haldið verður um helgina, liggur ljóst fyrir að í þeim málum sem mestu skipta á Framsóknarflokkurinn miklu fremur samleið með Samfylkingunni og Bjartri framtíð en Sjálfstæðisflokknum. Og þegar svo stendur á, liggur auðvitað beinast við að mynda nýja ríkisstjórn þeirra flokka sem hafa nokkuð sambærilega […]
Kjarasamningurinn sem aldrei var gerður
Maður veit nokkurn veginn hvað er framundan: Löng og ströng verkfallahrina, sem setur allt samfélagið úr skorðum. Svo verður samið eins og venjulega. Allir fá talsverða kauphækkun. Svo étur verðbólgan upp allar kauphækkanir og í mörgum tilvikum gott betur. Ekkert nýtt í þessu. Þetta hefur verið svona síðan ég man fyrst eftir mér – og […]
Persónustríð í Samfylkingunni?
Það eru að sjálfsögðu einkum pólitískir andstæðingar Samfylkingarinnar, sem nú hamast við að útskýra að flokksfleyið logi stafna á milli. Framboð Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur er túlkað sem rýtingsstunga í bak sitjandi formanni. Að baki framboðinu er sagt hafa verið mikið plott og margir handritshöfundar tilnefndir. Sannleikurinn er hins vegar sá, að þegar komið var á […]
Ofteknir skattar
Á vinnumarkaði stefnir í harðar deilur og verkföll. Að því er allra lægstu laun varðar, gætu stjórnvöld skorist í leikinn og auðveldað kjarasamninga til muna með því einu að færa skattleysismörk í svipað horf og þau voru fyrir svo sem 15 árum. Mörgum þykir það nokkuð brött krafa að hækka lægstu laun um 50%, úr 200 […]
Slitatillaga á leið inn í þingið?
Ég er farinn að hallast að því, að á alveg næstunni muni ríkisstjórnin legga fyrir Alþingi þingsályktunartillögu um að slíta aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Eins og margir aðrir hef ég velt fyrir mér furðubréfinu, sem búið er að snúa allri þjóðfélagsumræðu á hvolf síðan fyrir helgi, og mér sýnist þetta líklegasta skýringin. Bréfið er birt í […]