
Ingi Rúnar Eðvarðsson
Ég er prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og hef áhuga flestum þáttum mannlífsins. Hér skrifa ég pistla um það vekur áhuga minn hverju sinni - oftar en ekki út frá þeim viðfangsefnum sem ég hef fengist við á liðnum árum.

Er mögulegt að stofna nýjan fjölmiðil fyrir 100 millur?
Barack Obama ku hafa safnað saman mestu fé í kosningasjóð sinn sem sögur fara af í bandarísku forsetakosningunum þegar hann bauð sig fram í fyrsta sinn. Það tókst með því að virkja almenning í stað þess að reiða sig eingöngu á auðjöfra, stórfyrirtæki og aðra fjáröflun líkt og tíðkaðist. Fjölmargir einstaklingar þar vestra gáfu litla […]

Útlendingar og fordómar
Ísland er ögrum skorið. En langt úti í ballarhafi. Hér hefur verið ein þjóð, trú og tunga. Löngum á 20. öld höfðu við eitt útvarp og allir voru stilltir á sömu bylgjulengd. Slíkar aðstæður ala af sér sterka þjóðerniskennd. Mörkin millir okkar og hinna eru afar skýr. En enginn er eyland. Hingað kom erlendur her. […]

Endurminningar úr Áburðarverksmiðjunni
Á námsárum mínum vann ég í Áburðarverkmiðjunni eitt sumar. Tengdapabbi minn vann þar og reddaði mér vinnu. Hann var bóndi og kunni mjög vel við sig í verksmiðjunni eftir að hann flutti til Reykjavíkur. Strax frétti ég að í raun og veru væri verksmiðjan sprengjuverksmiðja. Sömu hráefni og voru notuð í áburðinn væru einnig notuð í […]

Ekki meir, ekki meir
Þjóðir heimsins hafa valið ólíkar leiðir í skattheimtu og stuðning við íbúa. Á Norðurlöndum og í norðanveðri Evrópu eru skattar iðulega háir og velferðarkerfið umfangsmikið þar sem almenningur getur sótt sér menntun og heilbrigðisþjónustu eftir þörfum án þess að greiða mikið fyrir úr eigin vasa (fyrir utan skatta sína). Aðrar þjóðir velja að greiða lága […]

Blessað stríðið
Við einblínum iðulega á eyðingarmátt stríðsins. Afleiðingarnar. Sundurtætt hús, limlest lík. Og oftast eru það mæður og börn – almennir borgar – sem eru fórnar-lömbin. Fyrir alla þá sem hafa samvisku og getað fundið til með saklausu fólki eru það eðlileg, mannleg viðbrögð. En stríð er líka stórbísness. Gísli Rúnar gaf út plötu fyrir fjöldamörgum […]

Vatn og vitund
Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs. Steinn Steinarr

Af hverju má Jón ekki heita Gnarr?
Alkunna er að Jón Gnarr hefur staðið í stappi við Þjóðskrá um að fá að heita Gnarr að eftirnafni eða kenninafni. Þessi deilda hefur borist í erlenda miðla, enda Jón orðinn heimsfrægur eftir að hafa verið borgarstjóri í Reykjavík. Finnsk-sænski félagssálfræðingurinn Johan Asplund telur að nafnahefðir og nafnalög séu afar áhugavert rannókarefni um tengsl einstaklings […]