Indriði Þorláksson
Indriði H. Þorláksson er hagfræðingur frá Freie Universität í Berlín. Hann starfaði lengst af í menntamálaráðuneytinu og fjármálaráðuneytinu og sem Ríkisskattstjóri. Hann var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og aðstoðarmaður ráðherra 2009 - 2010 og ráðgjafi Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra og sjávarútvegsráðherra til 2013.
Er tónlistarfræðsla óþörf?
Fyrir hálfri öld áttum við því láni að fagna að hafa að menntamálaráðherra, frjálslyndan hagfræðing, menningarlega sinnaðan. Hann lagði ásamt skoðanabræðrum sínum grundvöll að frjálslyndri efnahagsstefnu sem leysti þjóðina úr viðjum hafta áratuganna á undan. Framsýni hans var ekki bundin efnahagsmálum í þröngum skilningi því hann vissi að dafnandi þjóðlíf er ekki eingöngu það að […]
Hver stjórnar skattrannsóknum?
Íslenskum skattyfirvöldum býðst að kaupa upplýsingar sem snerta hugsanleg lagabrot íslenskra skattborgara. Í fréttum hefur komið fram að það sé í höndum fjármálaráðherra að ákveða hvort af kaupunum verður. Eitt mikilvægasta efnisatriði íslenskra skattalaga og reyndar skattalaga flestra réttarríkja er að framkvæmd skattalaga á að vera óháð pólitísku valdi. Ráðherra má ekki skipta sér af […]
Veiðigjaldafrumvarpið
Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vera kvaddur á fund atvinnuveganefndar Aþingis. Boðið kom með rúmlega hálfs dags fyrirvara og mættur á fund nefndarinnar var mér tilkynnt að hún hefði engan tíma til að hlusta á það sem ég hefði fram að færa. Til hvers boðið var er mér því óljóst. Það er oft kvartað […]
Afnám veiðigjalda
Fram er komið á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðigjöld. Við fyrstu sýn vekur einkum athygli hve klén lagasmíð þetta frumvarp er. Efnið er rýrt, rökstuðningur marklítill, engar upplýsingar um efnislegar forsendur eða talnalegar staðreyndir. Þetta breytir því þó ekki að á ferðinni er mál sem er alvarlegt langt umfram þann […]