Björgvin Valur
Lokaorð
Þessi grein eftir mig birtist í Austurglugganum í dag í dálki sem heitir Lokaorð. Um daginn var mér sagt að ég skynjaði ekki mörk raunveruleika og ímyndunar. Þetta hefur mig lengi grunað og nú þegar sjálfur forsætisráðherra lýðveldisins segir mér þetta, veit ég að þetta er satt. Mér hefur nefnilega fundist hann vera hálfgerður […]
Traust
Fyrir nokkru birti MMR niðurstöður skoðanakönnunar þar sem spurt var um traust fólks á leiðtogum stjórnmálaflokkanna. Skemmst er frá því að segja, að enginn stjórnmálaleiðtogi á Íslandi nýtur trausts, ef frá eru talin Katrín Jakobsdóttir formaður VG, Birgitta Jónsdóttir og Dagur B. Eggertsson. Traustið er þó ekki í neinum himinhæðum og ég tel forseta Íslands […]
Deyfilyfið
Öflugasta deyfilyf samtímans heitir Facebook og það er tekið inn af öllum sem á annað borð opna fíkniboxið sitt. Tölvuna það er að segja. Fyrir nokkrum árum sagði ég að bloggið hefði leyst af hólmi þá sér-íslensku tuðhefð sem kallast kveðskapur; áðurfyrr orti fólk níðvísur til að losa um reiði í garð yfirvalda og svo […]
Leiðbeinandi tilskipun forsætisráðuneytisins um liti
gr. Með leiðbeinandi tilskipun þessari skal útlit alls á Íslandi fært til samræmis við hugmyndir forsætisráðherra um það hvernig allt á Íslandi skuli vera. Litir eru þar ekki undanskildir. gr. Íslendingar skulu almennt vera fölir yfirlitum. Þó er hægt að veita undantekningu frá þessari grein sé heitið hollustu við hinn hvíta Krist. gr. Gras skal […]
Um kaldar kveðjur
Fulltrúar Heimssýnar í bæjarráði Fjarðabyggðar bókuðu eftirfarandi á fundi þar í dag: „Meirihluti bæjarráðs Fjarðabyggðar lýsir furðu sinni á stefnubreytingu Samfylkingarinnar á nýafstöðnum landsfundi til olíuleitar á Drekasvæðinu. Finnst bæjarráði þetta kaldar kveðjur til íbúa Fjarðabyggðar og Fljótsdalshéraðs, en taka skal fram að Samfylkingin bauð ekki fram í neinu af átta sveitarfélögum á Austurlandi.“ Þessir […]
Þessi helvítis trúarbrögð
Nú hvorki vil ég né get sett mig í spor þeirra sem móðgast yfir teiknaðri mynd af manni sem var uppi fyrir löngu síðan og á að hafa verið í meiri tengslum við ímyndaðar verur á himnum en gengur og gerist. Gildir þá einu hvort hann hét Múhameð eða Jesús. Ég get aftur á móti […]
Áramótakveðja til ríkisstjórnarinnar
Núna er við völd versta ríkisstjórn Íslandssögunnar. Hún er verri en nokkur önnur ríkisstjórn í hinum vestræna heimi og hún er mannfjandsamleg að næstum því öllu leyti. Hún er ónýt. Þetta kunna að þykja stórar fullyrðingar en þegar ríkisstjórn ákveður með tíu daga fyrirvara að setja 500 atvinnulausar manneskjur út á guð og gaddinn og […]
Rætur
Nú undrast fólk hversu harkaleg stjórnmálaumræðan er á Íslandi og gott ef það verður ekki haldin ráðstefna um málið á næstunni. Málþing jafnvel. Eða var hún haldin nýverið; ég man það ekki. Mest undrandi allra eru stjórnarherrar landsins hverra æðsti strumpur telur að þjóðin þurfi að temja sér meiri kurteisi gagnvart valdafólki í landinu og […]
Samkeppnistregðulögmálin
Tvennt var það sem vakti athygli mína í fréttum um og frá Landsvirkjun sem ég heyrði í dag. Ég veit að ég er fremur tregur og verst af öllu skil ég fjármál og þá vegi sem þar eru eknir. Svo kannski er þetta öllum skiljanlegt nema mér. Annað var þetta: Landsvirkjun segist ekki geta mismunað viðskiptavinum […]
Uppteknir
(Upptaka hefst) – Sæll Geir, Davíð hérna. – Já, sæll Davíð. Geir hérna. – Ég veit það maður. Annars hefði ég ekki sagt sæll Geir. – Auðvitað, alveg rétt. Eitthvað að frétta? – Heyrðu. Það er allt að fara til andskotans. – Nú? Er það? Hvernig þá? – Hagkerfið maður. Glitnir, þú manst, og núna […]
Ómótstæðilegt tilboð
Í morgun heyrði ég í útvarpinu, einhvern frá Mjólkursamsölunni, kveinka sér undan árásum á bændur. Svo bætti hann við að MS hefði bara verið að vinna innan þeirra laga sem sett voru 2004 um undanþágu frá samkeppnislögum. Hann virtist ekki skilja hvað fólk gæti haft út á það að setja. Í fyrsta lagi, þá er […]
Sæluhúsið
Ég heyrði því fleygt í dag að til stæði að rífa Sæluhúsið á Fagradal. Ég fórnaði höndum, reytti hár mitt og skegg og mer stóð ekki á sama. Sæluhúsið á Fagradal er stofnun. Það er bjargfastur hluti af tilveru allra Austfirðinga og án þess yrðu þeir ekki neitt. Eða allt að því. Íbúar Fjarðabyggðar myndu […]