Að minnka skaðann
Nú á laugardaginn mun Ruth Dreifuss, fyrrverandi forseti og innanríkisráðherra Sviss halda fyrirlestur í Háskóla Íslands. Dreifuss kemur hingað m.a. fyrir tilstilli Snarrótarinnar – Samtaka um borgaraleg réttindi og er fulltrúi í Alþjóðanefnd um vímuefnastefnu, Global Commission on Drug Policy (sem oft er kölluð Kofi Annan-nefndin).
Allar skýrslur nefndarinnar eru aðgengilegar án endurgjalds á vefnum, þær eru stuttar og hnitmiðaðar og ég þekki engan sem hefur lesið þær án þess að komast á þá skoðun að „stríðið gegn fíkniefnum“ sé ekki bara endanlega tapað heldur stórskaðlegt. Hlutverk stjórnvalda á ekki vera að ráðast gegn borgurunum, ungu fólki sem ætti að eiga framtíðina fyrir sér. Verkefnið er að gera veröldina öruggari og minnka skaðann.
Hér eru nánari upplýsingar um Dreifuss og fyrirlesturinn n.k. laugardag.
Sjáumst í Odda, stofu 101 laugardaginn 23. maí kl. 13.
- Baráttan um Ísland - 27/10/2017
- Hvaða máli skiptir ný stjórnarskrá? - 23/10/2017
- Forsetinn veitir undanþágur frá lögum … - 20/10/2017