trusted online casino malaysia
Ingi Rúnar Eðvarðsson 02/11/2014

Læknaverkfall og verkalýðssaga

Hinn 8. janúar 1942 samþykkti þjóðstjórnin síðari bráðabirgðalög sem bönnuðu verkfall nokkurra iðnfélaga. Í staðinn skyldi gerðardómur ákveða launakjör. Þetta verkfall er gjarnan nefnt Gerðadómsverkfallið.  Lögin voru sett á þenslutímum; næga atvinnu var að fá hjá herliðnu og innlendum aðilum. Það kann ekki að undra að lögin héldu ekki lengi. Þau voru afnumin í ágústmánuði sama ár.

Prentarasamtökin voru í fylkingarbrjósti félaganna sem börðust gegn lögunum um afnám samningsréttar. Til að létta á með styrktarsjóðum félagsins réðu margir prentarar sig til vinnu annars staðar, enda næga vinnu að hafa. Prentarar sömdu um óbreytta samninga til að forðast gerðardóminn, en beyttu nýrri aðferð, þ.e. að semja við yfirmenn sína á vinnustöðum og tóMedical-Doctorkst þannig að hækka laun um 25%.

Þrátt fyrir gerðardómslögin varð mikið launaskrið á vinnustöðum. Ellert Ág. Magnússon prentari rifjar upp þessa tíma í íslenskum prentsmiðjum: ,,Eftir harða vinnudeilu 1942 hafði komið talsvert los á mannskapinn í prensmiðjunum. Verkefni höfðu aukist víðast hvar og eftirspurn eftir vinnuafli fylgdi í kjölfarið. Ein þeirra prentsmiðja sem auka vildi við starfslið sitt var Víkingsprent, en aðaleigandi þess var Ragnar Jónsson í Smára …“ (Samtök bókagerðarmanna í 100 ár, bls. 105). Fátt er nýtt undir sólinni. Prentar fengu eingreiðslu ef þeir fluttu sig á nýjan stað og verulega kauphækkun.

Gerðardómslögin höfðu pólitískar afleiðingar. Alþýðuflokkurinn var eðlilega mjög ósáttur við þessa aðgerð og sleit stjórnarsamstarfi við Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn, en þessir flokkar höfðu myndað ríkisstjórn undir forsæti Hermanns Jónassonar 18. nóvember 1941.

Ég rifja upp þetta gamla mál úr verkalýðssögunni af því að hún hefur mörg svipuð einkenni og núverandi ástand í kjaramálum. Þá sem nú var farið fram á verulegar kjarabætur eftir langvinnt samdráttarskeið. Í báðum tilvikum er þensla og bætt staða fyrirtækja og ríkisvalds þegar gengið er til samninga, og í einkafyrirtækjum er launaskrið hafið. Og minna má á að einungis 33% svarenda styðja núverandi ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun og boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun.

Nú eru íslenskir læknar í verkfall í fyrsta sinn í sögunni. Samningsstaða þeirra er sterk. Þeir hafa líf okkar í hendi sér í bókstaflegri merkingu og eru eftirsóttir á Vesturlöndum. Margir þeirra hafa menntast erlendis og hafa gott tenglsanet. Í því liggur vandi viðsemjenda. Ef ekki verður komið til móts við lækna á einhvern hátt, eða ef lög verða sett á deilduna, er hætta á að læknar fari til útlanda í stórum stíl. Í kjaradeilunni geta þeir einnig beitt aðferðum prentara og ráðið sig í skemmri tíma erlendis. Þá virðast þeir hafa almenning á sínu bandi, enda heilbrigðismálin mjög mikilvæg í nútíma samfélagi. Á sama tíma hefur traust viðsemjenda veikst verulega.

Í bókinni Samtök bókagerðarmanna í 100 ár sem ég ritaði kemur fram að þegar litið er til verkalýðsbaráttunnar á 20. öld er niðurstaðan þessi. Kauphækkanir og aukin félagsleg réttindi nást fram (eftir verkföll) á þrenslutímum, en varnarsigrar nást á krepputímum. Hingað til hefur ekki verið vegið að áunnum félagslegum réttindum stéttarfélaga mér vitanlega.

Læknaverkfallið og samningar heildarsamtaka stéttarfélaga sem framundan eru, eru því áhugaverðir fyrir alla áhugamenn um stéttarfélög og vinnudeilur. Ein mikilvæg spurning er hvort Þjóðarsáttin sé fyrir bý og hvert félag muni reyna að ná sem bestum kjörum fyrir sína félagsmenn. Mun starfsfólki í sjávarútvegsfyrirtækjum takast t.d. að semja um betri launakjör en almennt á vinnumarkaði. Greinilegt er að saga séttarfélaga er ekki liðinn og þau geta enn haft verulega áhrif á íslensk stjórnmál.

 

Latest posts by Ingi Rúnar Eðvarðsson (see all)
Flokkun : Pistlar
2,135