trusted online casino malaysia
Ingi Rúnar Eðvarðsson 22/10/2014

Byssur og traust

Traust er vafið úr mörgum þráðum. Heiðarleiki, ráðvendni og hreinskilni eru mikilvægir þræðir. Einnig góðvild, hollusta og velvilji.

Íslensk þjóðfélag hefur verið einsleitt hvað varðar trú, kyn og tungumál. Það eflir traust milli þegna. Ættartengslin næra traustið enn frekar. Fjármálakreppan haMP5ustið 2008 og síðar Búsáhaldabyltingin juku mjög á torgryggni, andúð og vantraust. Mér finnst að lögreglan hafi staðið sem með eindæmum vel í Búsáhaldabyltingunni og síðar þar sem hún hefur virkjað traustið í samfélaginu og reynt að fremsta megni að róa andrúmsloftið. Hún hefur uppskorið ríkulega þar sem traust til hennar hefur aukist á liðnum árum þegar aðrar stofnanir samfélagsins mælast með síminnkandi traust.

Í gær kom í ljós að lögreglan féll á prófinu. Hún leyndi þegnana verulegri vopnavæðingu. Þar hvarf heiðarleikinn og hreinskilnin. Því miður óttast ég að þetta verði til þess að ala á ótta og rýri traust lögreglunnar. Vissulega lifum við viðsjárverða tíma. Eiturlyfin og mansalið fara ekki fram hjá Íslandi frekar en öðrum löndum og undirheimarnir verða sífellt grimmari. Til þess er Víkingasveitin. Að takast á við erfiðu tilfellin.

Mín skoðun er sú að lögreglan hefði í upphafi átt að koma fram með upplýsingarnar um vopnagjöfina og rökin fyrir því að þeirra væri þörf. Og skýra í leiðinni verklagsreglur um beitingu skotvopna. Það hefði vissulega valdið umræðu en almenningur hefði verið mun sáttari við þá málsmeðferð. Það væri jafnfram upplýsingagjöf um meðferð skotvopna af hálfu lögreglunnar.

Við vitum að mun líklegra er að gripið sé til vopna þegar vantaust ríkir milli fóks. Við sjáum það á tölum frá Bandaríkjunum og víðar. Gripið er til vopna í stað þess að ræða málin eða leita annarra leiða. Hér er einnig hætta á ferðum þegar þeir sem vinna innan lögreglunnar og sjá mikið af ofbeldi í samfélaginu geta yfirfært það yfir á alla þegnana. Það getur leitt til alvarlegra slysa þegar öflugar drápsvélar eru nærri.

Ég óttast því að fréttir gærdagsins muni draga úr tausti almennings á lögregluna og ala á meiri ótta. Það er  dýrt verð fyrir gjöfina frá Noregi.

Latest posts by Ingi Rúnar Eðvarðsson (see all)
Flokkun : Pistlar
1,397