
Úlfar Þormóðsson

Hinir útvöldu
Nú birtast þeir okkur hver af öðrum, forystumenn framtíðarinnar, sjálfkjörnir eða valdir af æðri máttarvöldum. Staðfastir og kakkfullir af sjálfum sér bjóðast þeir til þess að setjast í borgarstjórn Reykjavíkur. Fyrir okkur. Þrír slíkir halda nú sýningar á sér hvar sem er svo yfirburðir þeirra megi vera ljósir. Einn er heimsviðskiptajöfurinn Gunnar Smári sem kastað […]

Töfrar hins óásættanlega
Um síðustu helgi skrifaði Jónas Kristjánsson, riststjóri þetta á jonas.is: “Pósturinn var einkavæddur 2007 til að reisa nýjan Landspítala, sem aldrei var svo reistur. Síðan þá hefur póstþjónustu hrakað mjög og verð hennar hækkað langt umfram verðbólgu. Nú er aðeins borinn út póstur annan hvern dag og verðlagið orðið tvöfalt hærra en verðbólga tímabilsins. Póst- […]

Árstíðarleiðrétting
Það á að fara að semja um kaup og kjör í landinu. Ekki þó við tveggja til fimm miljónkróna forstjórana, heldur 250 þúsund króna fólkið. Atvinnurekendur hafa kallað saman söngkórinn sinn, sprotanum hefur verið lyft og tónninn sleginn. Frjálsi fjölmiðillinn Morgunblaðið kynnir texta lagsins í aðalfyrirsögn á forsíðu: Hagkerfið tekið að kólna Vonarprins valdsins […]

Að selja sig
Það rýrir trúverðugleika fjölmiðils að taka gjald fyrir að birta “fréttir”. Fyrir tæpum tveimur vikum birti mbl.is ítarlega fréttir um Bláalónið í “samstarfi” við Bláalónið. Í dag, 21.02.´18, birtir sami miðill frétt um það sem kallað er fagsýning og verður í Laugardalshöll í mars. Fréttin er birt og unnin “Í samstarfi við: Verk og Vit,” […]

Kjánagangur
Viðskiptalífið gengur fyrir auglýsingum. Íslandsbanki er að keppa eftir nýjum viðskiptavinum með því að slá sig til riddara með uppátæki sem nefnist “Meistaramánuður Íslandsbanka” og auglýsir í blöðum til þess að búa til falska ímynd af sér; fá fólk til þess að trúa því að Íslandsbanki sé eitthvað annað en peningastofnun? Óhjákvæmilega vakna spurningar vegna […]

Þegar vonin ein er eftir
Við sem ætlumst til þess að pólitík sé stunduð af heilindum komumst oft í hann krappan þegar við erum að verja gerðir stjórnmálamanna sem oft eiga ekki upp á pallborðið hjá almenningi. Í hvert sinn sem fréttir af launamálum þeirra skolar óvart upp á yfirborðið glymja úr hverju skoti gömlu orðhenglarnir: Þeir skara bara eld […]

Ja hjarna hér!
Einn fjölbreyttasti vinnustaður landsins er fyrirsögn á tilvísunarfrétt í mbl.is. Texti hennar hljóðar svona: SAMSTARF Bláa lónið hóf nýverið að auglýsa eftir starfsfólki í margvísleg störf enda með fjölbreyttari vinnustöðum landsins bæði hvað varðar störf og … Meira Þessi tilvísun hefur líklega staðið á forsíðu mbl.is á þriðja sólarhring þegar þetta er skrifað (kl. 17:55 […]

Hvar er fíflið í stofunni?
“Fíllinn í stofunni er Ríkisútvarpið”, sagði Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins í þingræðu á dögunum og endurtekur það í dag (31.01.´18) í grein í “frjálsa” fjölmiðlinum Morgunblaðinu þar sem hann er enn og aftur að fjalla um rekstrarvanda “frjálsra” fjölmiðla og lýsa þeirri ímyndun sínum að vandi þeirra stafi af styrk Ríkisútvarpsins. Það er einkenni […]

Óráðin fjegur
Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla skilaði af sér 70 blaðsíðna skýrslu. Hana hefur höfundur þessa pistils ekki lesið, aðeins niðurstöður nefndarmanna, sjöliða tillögur. Þrjár þeirra má telja þess virði að hrinda beri þeim fram; lækkun virðisaukaskatts á afurðir rafrænna miðla, endurgreiðslu á hluta kostnaðar við textagerð og talsetningar, og gagnsæi við kaup hins opinbera á […]

Flugumaður
Formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur hefur sérkennilega sýn á verkalýðsmál. Hann stendur í sífelldu ati við einstaka forystumenn Alþýðusambands Íslands og lýsir þá, í öllum þeim fjölmiðlum sem hann hefur aðgang að, vanhæfa til starfa. Í stað þess setjast niður með þeim og ræða við þá um ágreiningsefnin gerir hann hróp að þeim. Í stað þess að […]

Andríki
Það horfir aldeilis vel fyrir Sjálfstæðisflokknum í komandi borgarstjórnarkosningum. Það er ekki eingöngu vegna þess vaska hóps sem býður sig fram til þess að leiða lista flokksins. Þar kemur annað til og ekki síðra; hugmyndafræðingarnir. Þar er hún Gunna á nýju skónum svo eftir er tekið; tveir fallkandidatar úr borgarstjóraslag, Björn Bjarnason fyrrverandi þetta og […]

Ystingur
Málfrelsi í Natólöndum er í hættu. Nægir að nefna Bandaríkin, Tyrkland og Ísland. Forseti Bandaríkjanna hótar rithöfundi málsókn og heimtar lögbann á bók hans. Forseti Tyrklands bannar útvarp, sjónvarp, dagblöð og netmiðla þar sem skýrt er frá annarri lífsskoðun en hann hefur. Þrotabú, kröfuhafar, banki eða hvað kalla á fyrirbærið hefur látið leggja lögbann á […]