trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 09/02/2018

Ja hjarna hér!

Einn fjölbreyttasti vinnustaður landsins er fyrirsögn á tilvísunarfrétt í mbl.is. Texti hennar hljóðar svona:

SAMSTARF  Bláa lónið hóf ný­verið að aug­lýsa eft­ir starfs­fólki í marg­vís­leg störf enda með fjöl­breytt­ari vinnu­stöðum lands­ins bæði hvað varðar störf og … Meira

Þessi tilvísun hefur líklega staðið á forsíðu mbl.is á þriðja sólarhring þegar þetta er skrifað (kl. 17:55 – 09.02.´18)

Ef beðið er um Meira birtist fimmdálka mynd upp á gamlan mælikvarða. Yfir henni er prentað með þessum hætti: Í SAMSTARFI VIÐ: Blá lónið.

Fréttin sjálf, sem reyndar er fagurlega myndskreytt, er ágætlega skrifuð lofgrein um Bláa lónið.

Nú vil ég ekki halda því fram að Mogginn megi endilega muna sinn fífil fegurri hvað varðar birtingu áróðursgreina. En. Eigi að síður; KEYPTAR FRÉTTIR (seldar fréttir) í flaggskipi “frjálsra fjölmiðla”! Ha?

(Ég bið Naglbítinn afsökunar á myndbirtingunni.)
Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Efst á baugi
1,545