Úlfar Þormóðsson
Ranghverfa
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins kvartar undan því að allt of fáir skilji flokkinn hans. Ég er ekki viss um að hann hafi rétt fyrir sér í þessu efni. Það gæti verið á hinn veginn. Að þingflokksformaðurinn skilji ekki ráðherra flokksins. Og ekki fjármálamennina sem ráða honum með þeim. Fyrir mörgum liggur framganga ráðamanna Framsóknarflokksins í augum uppi. […]
Vitleysa
„Stjórnarskráin á ekki að vera pólitísk, hægri eða vinstrisinnuð,“ er haft eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra Íslands en það “er lýðveldi með þingbundinni stjórn“, eins og segir í fyrstu grein stjórnarskrárinnar. Tilvitnunin í ráðherrann er í Reykjavík vikublaði. Þar er hún innan gæsalappa, sem merkir að þetta er orðrétt haft eftir honum. Þessi ummæli ráðherrans […]
Alræði útgerðarinnar
Stundum veit maðurinn ekki hvort verið er að segja honum satt. Oft veit hann ekki heldur hvort hann hefur tekið rétt eftir. Jafnvel þó að hann hafi hváð undir frásögninni og fengið endursögn. Í þeim tilvikum sem þannig háttar til, og um er að ræða mál sem aðra varðar, er hægt að segja frá því […]
Fjörfiskur
Í dag, 19. júní höfum fengið að sjá mun á einstaklingi sem talsmanni og frjálsum manni. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, formaður Sjálfstæðisflokksins og þræll þrengstu sjónarmiða hans skrifaði stutta grein inn á fésbók sem frjáls maður frá kreddum flokks og ríkisstjórnar. Þar kemur fram allt annar maður en við fáum að sjá daglega, allur annar en […]
Atlaga
Sérstakur saksóknari er við það að fara að flytja fyrir rétti stærsta málið varðandi ætlað svindl bankamanna á dögunum fyrir Hrun. Marg-miljarðamál. Hinir stefndu í málinu hafa þegar hafið atlögu að saksóknaranum undir stjórn lögmanna sinna sem væntanlega fá launin sín greidd út af Tortúla-reikningum skúrkanna. Ætla má að þau nemi mörgum tugum miljóna. Fyrsta […]
Oft er ódýrara að vera ríkur en fátækur
„Á leiðinni … mundi ég allt í einu eftir upplýsingapésa sem ég fletti inni á hótelherbergi einhverju sinni þegar ég var á ferð um heiminn. Í pésanum var greint frá því hvað gestum sem væru með greiðslukort stæði til boða umfram aðra þar. Það var breytilegt eftir kortum. Þeir blönku, þeir sem aðeins gátu fengið […]
Trúnaður
Oddvitar Framsóknarflokksins töluðu dólgslega og fóru mikinn í nýafstöðnum borgarstjórnarkosningum. Vegna þessa velta margir því fyrir sér hvort flokkurinn sé stjórntækur. Af tilefninu er þarft að líta í baksýnisspegilinn. Á liðnu hausti kom út hjá Veröld bókin Steingrímur J. … , skráð af Birni Þór Sigbjörnssyni. Þar segir frá því á einum stað að íslensk […]
VARÚÐ!
Maður fékk miljón króna lán í viðskiptabankanum sínum og gekk þannig frá því að hann mætti borga inn á höfuðstólinn hvenær sem hann vildi. Mánuði síðan greiddi hann 100 þúsund krónur inn á höfuðstólinn með það fyrir augum að lækka vaxtakostnað sinn. Höfuðstóllinn lækkaði ekki. Hann hringdi í bankann en fékk engin skiljanleg svör. Þá […]
Valdakona
Ef einhver hefur haldið að ekki ætti að taka mark á frambjóðenda í fyrsta sæti Framsóknarflokksins til borgarstjórnar í Reykjavík, Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur þá er það rangt. Hún er formaður Landssambands framsóknarkvenna. Hún er fyrsti varaþingmaður Framsóknarflokksins á Alþingi Íslendinga, kjörin í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún er fulltrúi Framsóknarflokksins, hún er málsvari hans, hún talar fyrir […]
Unaður
Mörgum þykir stjórnmálaumræðan yfirborðskennd og grimmileg og nefna því til sönnunar að saklaust og vel meinandi fólk sem gefi sig að pólitík sé miskunnarlaust rægt og dregið niður í svaðið; að stjórnmálaþátttaka sé mannskemmandi. En nú bjarmar fyrir nýjum tímum. Netmiðlar greina frá því að formaður sjálfstæðisfélagsins Varðar hafi lýst stuðningi við frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í […]
Fortíðarþrá
Fyrir nokkrum árum var veislumaður staddur í gleðskap suður í Evrópu. Þá vék sér að honum góðglaður íslenskur ráðherra og spurði: „Viltu kaupa banka?“ Veislumaður hélt að þetta væri eitthvert afbrygði af spaugi og yppti öxlum. Ráðherranum þótti sem þetta væri ekkert svar og sagði með þjósti: „Þú átt að kaupa banka!“ Nokkrum mánuðum […]
Vísir að fortíð
Þjóðsögur eiga sér stoð í raunveruleikanum. Mis sterka að vísu. Það er til dæmis tæpt að trúa því að útgerðarfélagið Vísir í Grindavík ætli að draga ferðakostnað frá launum verkafólksins frá Djúpavogi sem boðið var til Grindavíkur til þess að skoða húsnæði sem því stendur til boða ef það vill flytja suður. Hins vegar má […]