trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 11/06/2014

Oft er ódýrara að vera ríkur en fátækur

„Á leiðinni … mundi ég allt í einu eftir upplýsingapésa sem ég fletti inni á hótelherbergi einhverju sinni þegar ég var á ferð um heiminn. Í pésanum var greint frá því hvað gestum sem væru með greiðslukort stæði til boða umfram aðra þar. Það var breytilegt eftir kortum. Þeir blönku, þeir sem aðeins gátu fengið blá krítarkort í sínum viðskiptabanka, áttu kost á ferns konar ókeypis þjónustu út á kortið, silfurkorthafar áttu rétt á níu þjónustuþáttum, gullkorthafar ellefu og platínufólkið átján, auk 125 afsláttarmiða á eitt og annað úti í bæ. Ég veit að þetta sama er upp á víðar í viðskiptaheiminum; hinir ríku fá meiri afslátt en þeir sem hafa minna handa á milli. Sumsé: Oft er ódýrara að vera ríkur en fátækur!“MP banki

Þetta segir í bókinni Uggur eftir pistlahöfundinn. Í gær fékk hann svo þessar spurningar frá einum lesanda bókarinnar: Er þetta virkilega svona? Er þetta ekki barasta skáldskapur?

Í Mogganum í dag, 11. júní 2014, er frétt á blaðsíðu 8 undir fyrirsögninni Breyttar áherslur hjá MP banka. Í meginmáli er greint frá því að eftir fyrsta ágúst næst komandi muni viðskiptagjald hækka hjá þeim sem eru með minna en tveggja miljóna króna inneign, séreignasparnað, veltu eða viðskipti. „Viðskiptagjaldið verður 60.000 kr. á ári, eða 5.000 kr. á mánuði, en er í dag 13.200 á ári eða 1.100 krónur á mánuði“, segir í blaðinu.

Það er sem sagt enginn skáldskapur að oft er ódýrara að vera ríkur en fátækur.

Úlfar Þormóðsson
Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Pistlar
2,012