Ritstjórn

„Aðgöngumiðar fjúka um alla hveri.“ Landeigendur biðja líka um „frjáls framlög“
„Ég greiddi 2.400 kr. í dag fyrir 4 inn á Geysissvæðið. Þetta fór allt friðsamlega fram enda voru fleiri starfsmenn að taka gjald en ferðamenn að skoða svæðið þegar okkur bar að garði.“ Þannig lýsir Stefán Karl Stefánsson leikari upplifun sinni af heimsókn á Geysissvæðið í gær. Þar er nú aftur krafist gjalds fyrir aðgang. […]

Forsætisráðherra: Ísland græðir á hlýnun jarðar. „Tvímælalaust mikil tækifæri“
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur mikil tækifæri fyrir Íslendinga felast í hlýnun jarðar. Þetta sagði hann í viðtali við Ríkisútvarpið. Í byrjun viku kom út skýrsla Sameinuðu þjóðanna sem staðfestir að mannkyni öllu stafi stórkostleg hætta af þeim loftslagsbreytingum sem orðnar eru og verða af manna völdum á næstu áratugum. Erlendir ráðamenn hafa hvatt til […]

Hallgrímur: Leikhúsið afmeyjað. Ólafur Ragnar átti Most Valuable Putin Moment
Líkt og helftin af þjóðinni fylgdist Hallgrímur Helgason rithöfundur með beinni útsendingu frá lokasýningu á Englum alheimsins í gærkvöldi. Hann skrifar um þá upplifun „leikdóm“ í Herðubreið, þar sem segir meðal annars: „Revíuleikþátturinn eftir hlé, þar sem forseti Íslands var færður úr sæti á fremsta bekk og upp á svið, sýndi vel að unga kynslóðin þorir […]

Mjög fáir eiga rétt á fullri millifærslu. Ráðherra ekki með dæmin á hreinu
Mjög fáir eiga rétt á fullri millifærslu til skuldalækkunar samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Stöð 2 í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sat fyrir svörum í þættinum Stóru málin, þar sem Lóa Pind Aldísardóttir spurði hann út í millifærslutillögur ríkisstjórnarinnar. Lóa Pind bar saman nokkrar glærur annars vegar frá kynningu í […]

Tvískinnungur um fjárhættuspil: Skyndibiti er leyfður, en úrvals veitingahús ekki
Ýmsar tegundir af fjárhættuspili eru leyfðar á Íslandi, happdrætti, bingó, getraunir, lottó, skafmiðar, spilakassar á börum… allt er þetta löglegt og leyfilegt. En casino er bannað. Þetta skrifar Valgarður Guðjónsson í Herðubreið í tilefni af frumvarpi Willums Þórs Þórssonar um að að leyfa rekstur á því sem kallað er „Casino“ í útlöndum. „Það má kannski […]

Hampiðjan: Forstjórinn fær eina og hálfa milljón evra fyrir að hætta störfum
Fráfarandi forstjóri Hampiðjunnar, Jón Guðmann Pétursson, fær um 1,5 milljónir evra við starfslok sín í vor samkvæmt samningi sem stjórn félagsins hefur samþykkt. Það jafngildir um 240 milljónum íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands sem greint er frá í Kjarnanum. Í tilkynningunni segir að þetta sé kostnaður Hampiðjunnar vegna starfslokanna og uppgjörs […]

Heróínhagkerfið í hnotskurn: Má bjóða þér hreina nál? Þetta er gott stöff
Andri Snær Magnason rithöfundur rakst nýlega á fimm ára gamla töflu sem Samtök atvinnulífsins höfðu tekið saman um virkjanir á Íslandi fram til 2015 og verkefnin sem nýta mætti orkuna til. Það sem birtist þar, segir Andri Snær, er „heróínhagkerfið í hnotskurn“: „Á línuritinu má sjá áætlun um 13.000 ársverk til að skapa 1200 störf. […]
Liverpool
Liverpool (sérheiti, staðarnafn) = Uppruni óljós, líklega þó ´Liuerpool´(drullupollur eða flóðapollur) ; annars talið stafa af ógreinilegu þvoglumæli. Rímorð í ensku t.d.: April fool, blow one´s cool, ridicule, nursery school, dirty pool.

Átta rök gegn Stóru millifærslunni
Stóra millifærslan, eða „leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána“ eins og hún heitir formlega, er afskaplega misráðin aðgerð. Hér á eftir fara átta rök fyrir þeirri fullyrðingu, en nefna mætti fleiri. 1. Stóra millifærslan byggir ekki á greiningu á viðfangsefninu. Vönduð vinnubrögð fælust í því að greina hver vandinn er og hvar hann liggur, og finna svo hagkvæmustu […]

Litla krílið?
„Vandinn er ekki sá að lítinn kommúnista megi finna í hverjum og einum heldur er vandinn sá þegar litla kommúnistakrílið tekur algjörlega yfirhöndina og skynsemin nær ekki að stýra ferð.“ Sveinn Óskar Sigurðsson, 29. mars 2014

Financial Times: Tökum upp auðlegðarskatt á heimsvísu. Annars fer illa
Sífellt meiri auðsöfnun fárra milljarðamæringa stefnir hagkerfi heimsins og pólitískum stöðugleika í hættu að óbreyttu. Við því verður að bregðast með því að taka upp auðlegðarskatt á heimsvísu. Þetta er niðurstaða franska hagfræðingsins Thomsasar Pikkety í nýlegri grein í Financial Times. Pikkety, sem kennt hefur við MIT og virta franska háskóla, hefur sérhæft sig í […]