trusted online casino malaysia
Ritstjórn 01/04/2014

Forsætisráðherra: Ísland græðir á hlýnun jarðar. „Tvímælalaust mikil tækifæri“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra telur mikil tækifæri fyrir Íslendinga felast í hlýnun jarðar. Þetta sagði hann í viðtali við Ríkisútvarpið.Sigmundur Davíð

Í byrjun viku kom út skýrsla Sameinuðu þjóðanna sem staðfestir að mannkyni öllu stafi stórkostleg hætta af þeim loftslagsbreytingum sem orðnar eru og verða af manna völdum á næstu áratugum. Erlendir ráðamenn hafa hvatt til viðbragða enda séu tíðindin alvarleg.

Sigmundur Davíð sagði meðal annars:

„Augljóslega er þetta á heildina litið neikvætt en í því felast þó tækifæri til að bregðast við þróuninni og bregðast sem best við henni og það eru ekki hvað síst tækifæri sem Ísland hefur.“

Hann benti á að árið 2050 yrði staðan jafnvel enn vænlegri fyrir Ísland.

Það séu „augljóslega að opnast mjög mikil tækifæri á Norðurslóðum varðandi siglingaleiðir, varðandi olíu og gasvinnslu og önnur hráefni og ekki hvað síst til matvælaframleiðslu. […] Það skortir vatn, orkan verður dýrari, það skortir landrými, þannig að menn gera ráð fyrir því að matvælaverð muni fara hækkandi um fyrirsjáanlega framtíð á sama tíma og það er sífellt meiri þörf fyrir matvælaframleiðslu vegna þess að eftirspurnin er að aukast. Þannig að í þessu liggja tvímælalaust mikil tækifæri fyrir Ísland. […]“

Viðtalið í heild sinni er hér.

Flokkun : Efst á baugi
1,241