Guðmundur Gunnarsson
Verkfallsrétturinn
Sigríður Ásthildur Andersen lögmaður spyr í grein á MBL 21. júní síðastl. um hvort verkfallsréttur sé heilagur. Í greininni heldur hún því fram að aðilar vinnumarkaðs hafi ekki samið um verkfallsrétt heldur hafi þeim verið afhentur rétturinn með inngripi stjórnvalda þegar þau settu lög nr. 80/1936 (þetta er ekki rétt hjá henni er 80 /1938). Aldeilis kostuleg söguskýring hjá lögmanni […]
Aftökur í Bandaríkjunum
Í kjölfar ummæla íslensks ráðherra um aftökur í Bandaríkjunum kom upp í hugann George Westinghouse Jr. (1846 – 1914), en hann var bandarískur uppfinningamaður og viðskiptajöfur. Westinghouse varð efnaður á uppfinningu sinni um loftbremsu fyrir járnbrautir. Í fyrstu rafkerfunum í Bandaríkjunum var notaður jafnstraumur og var Edison umsvifamikill í framleiðslu á þeim. Í Evrópu […]
Væntanlegar forsetakosningar
Í kjölfar þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands tilkynnti að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri hefur umræða um embættið farið vaxandi. Ólafur Ragnar hefur í sinni tíð á Bessastöðum þróað stjórnskipunina á grundvelli eigin túlkunar og þróað ábyrgðarleysiskenningu. Hann hefur þar gert sjálfan sig að sjálfstæðri valdastoð og tekið sér það vald […]
Ný stjórnarskrá tók ekki gildi
Íslandi var sett stjórnarskrá árið 1944 þegar lýðveldið var stofnað. Hún var snaggaraleg þýðing á danskri stjórnarskrá með rætur í konungsveldi, þessi stjórnarskrá var úrelt enda nánast sú sama og samþykkt var árið 1874. Talsmenn þeirra sem nú fara með völdin hér á halda því fram að ástæðulaust sé að umbylta lýðveldisstjórnarkránni því hún […]
Bananalýðveldið Ísland
Davíð Oddson myndaði vorið 1995 ráðuneyti með Framsóknarmönnum og kvaddi Alþýðuflokkinn eftir kosningarnar. Eitt af markmiðum þessarar ríkisstjórnar var að gera endurbætur á vinnulöggjöfinni, sem hafði staðið óbreytt frá árinu 1938. Mörgum stjórnmálamönnum fannst að koma yrði skikki á hvernig staðið væri að verkföllum af hálfu verkalýðsfélaganna. Fram kom í réttlætingu þessara valdaflokka að […]
Um ábyrgð almennings á Hruninu
Benedikt Jóhannesson einn af forsvarsmönnum Viðreisnar svaraði spurningu blaðamanns í gær hvort Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi ríkisstjórnir þessa lands fram yfir hrun bæri ekki mesta ábyrgð á því hvernig fór og þeirri stöðu sem við sitjum í. Benedikt svaraði „Já, en ég held að meginábyrgðina beri almenningur sem í gegnum fjölmiðla var óskaplega meðvirkur með […]
Ofbeldi eða samræðulist
Sveinbjörg Birna oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík steig fram á síðustu dögum kosningabaráttunnar með yfirlýsingum um að á meðan við Íslendingar værum með þjóðkirkju ættum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur grísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Sveinbjörg Birna bætti við að menn og konur ættu að kynna sér ástandið sem nú ríkti […]
Gæskusamfélag Framsóknar
Yfirlýsingar forsætisráherra undanfarna daga um óendanlega elsku Framsóknar á þeim sem minna mega sín og samfara víðsýni gagnvart erlendum viðhorfum varð til þess að margt rifjaðist upp úr slagsmálum starfsmanna verkalýðshreyfingarinnar við ráðherra Framsóknar við störf rússneskra línumanna við Búrfellslínu og erlendra verkamanna í Kárahnjúkum. Við Kárahnjúka settu íslensk stjórnvöld með Halldór Ásgrímsson […]
Ráðherraræðið
Það sem hefur einkennt íslensk stjórnmál frá stjórnmálum nágrannaríkja er ráðherraræði tengt valdahópum, sem nýta stöðuna sína til þess að tryggja sér hagsmuni umfram aðra. Sé litið til þess hvernig komið er fyrir íslensku samfélagi í samanburði við nágrannaríki okkar má rekja það til gallaðrar stjórnskipunar reistri á hraðsoðinni og óendurskoðaðri stjórnarskrá, grundvallaðri á dönsku […]
Fastmótuð viðhorf
„Fögur er hlíðin svo að mér hefur hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún, mun ég ríða heim og fara hvergi.“ Svo mælti Gunnar á Hlíðarenda, hann vissi hvaða örlög biðu hans en hann kaus frekar að líta tilbaka en horfa fram á veginn. Bróðir hans Kolskeggur Hámundarson horfði hinsvegar fram á veginn […]
2. júní fyrir 10 árum Fjölmiðlalögin
Í tilefni dagsins endurbirti ég þennan pistil. Það er óneitanlega mjög margt í athöfnum núverandi ríkisstjórnar sem samsamar sig við ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar, nema að það hafa verið hlutverkaskipti, nú er það Framsókn sem leiðir. Sigmundur Davíð virðist hafa tamið sér sömu stjórnarhætti og Davíð og hann vill hafa hönd í […]
Verðmætasta eignin
Í Fréttablaðinu í dag (28.05.14) fjallar Sighvatur Björgvinsson um áunnin lífeyrissparnað heimilanna. Ég er sammála nánast öllu sem Sighvatur segir í þessum pistli, en lokamálsgreinin er einfaldlega ekki rétt. Sá sparnaður sem íslensk heimili eiga inn í lífeyrissjóðunum hefur á undanfönum árum orðið í mörgum tilfellum stærsta eign heimilanna, eða um 25 millj kr. að […]