
Björn Valur Gíslason

Heimskan sigrar
Það á að kjósa á laugardaginn. Er mér sagt. Ég get engan veginn gert mér grein fyrir því um hvað verður kosið. Þó hef ég lagt talsvert á mig til að fylgjast með og kynna mér áherslur flokka og framboða. Vinstri græn leggja mesta áherslu á að bæta kjör barnafólks og kjör lægst launuðu starfsmanna sveitarfélaganna. […]

Tryggvi Þór – umbúðalaust
Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður sjálfstæðisflokksins, er verkefnastjóri, reiknimeistari og talsmaður ríkisstjórnarinnar um stóru millifærsluna. Hann hvetur þá sem geta til að leggja séreignasparnað sinn í að greiða niður húsnæðisskuldir og hefur reiknað út þannig geti fólk fengið allt að 40% ávöxtun á peningana sína. Slík ávöxtun þekkist hvergi í hinum vestræna heimi, a.m.k. ekki í löglegri […]

Herópið
Samkvæmt mælingum hefur Framsóknarflokkurinn verið langt frá því að fá mann kjörin í borgarstjórn Reykjavíkur. Þrír vænir flokksmenn hafa verið mátaðir í forystusætið án árangurs. Því er nú róið á ný mið eftir atkvæðum. Bara einhverjum atkvæðum. Ef framsóknarflokkurinn fær mann kjörinn í borgarstjórn verður það á atkvæðum hægri öfgamanna. Flokksforystan virðist ætla að þegja það af […]

Skaðræði
Góðærið skilaði heilbrigðiskerfinu meira eða minna í molum inn í Hrunið. Það var ekki vegna kreppu eða hallæris heldur vegna þess að ríkisstjórnirnar frá árinu 1991-2008 vildu ekki setja peninga í heilbrigðiskerfið. Var þó nóg til af þeim að sögn. Landspítalinn komgjaldþrota út úr góðærinu, heilsugæslan var rústir einar og mikill skortur var á hjúkrunarrýmum um […]

Álpast til forystu
Fyrir viku eyddi formaður framsóknarflokksins heilum sunnudagseftirmiðdegi í að ræða um skipulagsmál í Reykjavík og fór létt með það. Síðan skrifaði hann óumbeðinn langa lofrullu um sjálfan sig Morgunblaðið. Hann fór líka létt með það enda tamt að ljúga. En hann getur ekki svarað því hvort hann er rasisti eins og leiðtogi flokksins í Reykjavík. Engin úr forystusveit flokksins, […]

Gnægð upplýsinga – engin afsökun
Flest fólk byggir afstöðu sína til einstakra mála á gögnum og upplýsingum. Lífssýn þess er reist á rökum og það er tilbúið að leggja sitt af mörkum til að vinna þeirra sýn fylgis, t.d. í kosningum. Aðrir láta sérhagsmuni ráða för og hafa enga sérstaka sýn á lífið aðra en þá að skara eld að […]

Framsóknarmenn heimsins
Hver man ekki eftir Huang Nubo, skáldinu og dýravininum sem vildi kaupa hluta af Íslandi undir golfvöll og hótel? Það hefur farið heldur lítið fyrir honum hér á landi að undanförnu enda hefur hann verið önnum kafinn við að efla menningar- og listalíf hjá frændum okkar í Noregi, rétt eins og hann var svo duglegur að gera á Íslandi. […]

Pólitískir brjálæðingar
Fyrir rúmum áratug seldu ýmist eða gáfu núverandi ríkisstjórnarflokkar allar helstu eigur íslensku þjóðarinnar. Það var gert í þeim tilgangi að ná í peninga til að byggja sjúkrahús og styrkja innviði samfélagsins. Ekkert af því var þó gert. Peningunum, það sem á annað borð fékst greitt, var sóað út í loftið. Þó var unnið eftir […]

Hverjum er ekki sama?
Það eru nokkrir þættir sem ógna mjög íslensku efnahagslífi öðrum fremur. Fyrst er til að nefna gjaldeyrishöftin, afleiðing þeirra og hvernig og þá hvenær losað verður um þau. Um það mál virðist ríkja einhver glundroði og óstjórn af hálfu stjórnvalda. Þar næst er svo óvissa sem stjórnvöld sjálf hafa skapað með aðgerðum sínum í efnahagsmálum. […]

Dagur íslensku bankanna
Stóra millifærslan virkar þannig að áður en kemur að því að lækka höfuðstól lána, eru vanskil, vextir, biðreikningar og fleira hreinsað upp og greitt upp í topp. Sumt af þessu höfðu fjármálafyrirtækin þegar samþykkt að afskrifa og jafnframt reiknað með að verða að fella annað niður. En þá ákvað Alþingi að millifæra úr ríkisjóði nokkra […]

Undarleg hegðun kjósenda
Bæjarstjórinn í Hafnarfirði nýtur virðingar fyrir störf sín þvert á flokka. Hún hefur áunnið sér traust og virðingu sem bæjarstjóri og pólitískir andstæðingar hennar virðast ekki heldur hafa neitt yfir henni að kvarta svo heitið getur, a.m.k. ekki opinberlega. Samt lítur það þannig út að hún eigi á brattann að sækja í aðdraganda kosninga. Því […]

Nýr Icesave-samningur
Nýr samningur um Icesave-skuldina er sagður afar mikilvægt skref í átt að afnámi gjaldeyrishaftanna. Ef ég man rétt er þetta í fimmta sinn sem gert er samkomulag um þetta mál frá árinu 2008. Í stuttu máli hljóðar nýi samningurinn upp á að skuldin verði greidd fyrir árið 2026. Vextir á skuldinni eiga að hækka jafnt og þétt út lánstímann […]