trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 26/05/2014

Skaðræði

Góðærið skilaði heilbrigðiskerfinu meira eða minna í molum inn í Hrunið. Það var ekki vegna kreppu eða hallæris heldur vegna þess að ríkisstjórnirnar frá árinu 1991-2008 vildu ekki setja peninga í heilbrigðiskerfið. Var þó nóg til af þeim að sögn. Landspítalinn komgjaldþrota út úr góðærinu, heilsugæslan var rústir einar og mikill skortur var á hjúkrunarrýmum um land allt.

Vinstristjórnin ákvað í miðri kreppunni að byggja nærri 400 hjúkrunarrými og er það verk nú langt á veg komið. Sjálfstæðismenn lögðust gegn því af fullum þunga. Þar fór fremstur í flokki núverandi heilbrigðisráðherra.

Nú leggst hann enn og aftur gegn því að byggð verði hjúkrunarheimili. Nú segir hann að engir peningar séu til. Samt hefur ríkisstjórnin ákveðið að afþakka meira en 100 milljarða af tekjum á næstu fjórum árum með lækkun skatta og gjalda mest á útgerðir og ríkt fólk.

Það virðist engu skipta hvernig árar í þjóðfélaginu, sjálfstæðismenn finna sér alltaf ástæðu til að vera á móti því að setja peninga í heilbrigðiskerfið. Einfaldlega vegna þess að þeir eru í hjarta sínu á móti opinberu heilbrigðiskerfi og vilja frekar einkavæða það.

Þeir eru skaðræði í heilbrigðismálum.

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,315