trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 12/05/2014

Nýr Icesave-samningur

Nýr samningur um Icesave-skuldina er sagður afar mikilvægt skref í átt að afnámi gjaldeyrishaftanna.

Ef ég man rétt er þetta í fimmta sinn sem gert er samkomulag um þetta mál frá árinu 2008.

Í stuttu máli hljóðar nýi samningurinn upp á að skuldin verði greidd fyrir árið 2026. Vextir á skuldinni eiga að hækka jafnt og þétt út lánstímann og samningurinn er háður því að komið verði til móts við kröfuhafa um greiðslur til þeirra í erlendum gjaldeyri.

Í fljótu bragði er ekki annað að sjá en samningurinn sé í meginatriðum verri fyrir Ísland en fyrri samningar, að undanskildu samkomulaginu frá haustinu 2008. Fyrir áhugasama og þá sem vilja bera þessa samninga saman er hægt að finna allar helstu upplýsingar hér.

Miðað við umfang málsins, mikilvægi þess fyrir íslenskt samfélag og í ljósi þess að annar samningsaðilinn er í eiguu ríkisins, hlýtur það að vera skýlaus krafa okkar allra að samningurinn verði tekinn til efnislegrar umfjöllunar og afgreiðslu á Alþingi áður en þingið fer í frí.

Minna má það nú varla vera.

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,462