trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 20/05/2014

Pólitískir brjálæðingar

Fyrir rúmum áratug seldu ýmist eða gáfu núverandi ríkisstjórnarflokkar allar helstu eigur íslensku þjóðarinnar. Það var gert í þeim tilgangi að ná í peninga til að byggja sjúkrahús og styrkja innviði samfélagsins. Ekkert af því var þó gert. Peningunum, það sem á annað borð fékst greitt, var sóað út í loftið. Þó var unnið eftir sérstakri einkavæðingaráætlun þessara flokka.

Þegar upp var staðið kom í ljós að hún snérist að öllu leiti um að ráðstafa eigum ríkisins til vildarvina flokkanna. Sumir fengu nóg en sögðu ekki frá fyrr en síðar. Aðrir vilja ólmir taka sem fyrst upp þráðinn þar sem frá var horfið.

Svo fórum við á hausinn.

Nú á að gera aðra tilraun og selja það sem ekki tókst að koma í lóg í þeirri fyrri. Og aftur á að gera það til að byggja sjúkrahús og efla innviðina. Það á að selja Landsbankann – aftur. Það á að seljaLandsvirkjun, eitt mikilvægasta fyrirtæki þjóðarinnar. Það er ekki mikið meira eftir til að selja og sóa að þessu sinni.

Dílinn sem þjóðinni stendur til boða er sá að fella niður tekjur af veiðigjöldum, afnema auðlegðarskatt, lækka tekjuskatt á hæstu laun, lækka skatta á fyrirtæki og einkavæða svo reiturnar úr þrotabúinu frá 2008 til að byggja Landspítala.

Það eru pólitískir brjálæðingar sem stjórna landinu. Það verður að svæla þá út úr stjórnarráðinu sem allra fyrst og áður en þeir setja okkur á hausinn – aftur.

Ef það er þá ekki þegar orðið of seint.

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,641