
Björn Valur Gíslason

Dapurlegt
Flestum finnst betra en hitt að hafa úr nokkrum valkostum að velja eigi þeir við vanda að stríða. En ekki öllum. Langt því frá öllum. Ísland er t.d. í miklum efnahagslegum vanda sem óvíst er hvort eða hvernig mun leysast. Það mætti því ætla að þeir sem stjórna landinu vilji stilla upp nokkrum valkostum til […]

Tvenn stórtíðindi
Í dag birtust í fjölmiðlum tvær fréttir sem hljóta að teljast til tíðinda. Í fyrsta lagi var um að ræða yfirlýsingu frá upplýsingafulltrúa forsætisráðuneytisins um að forsætisráðherrann hefði byggt tiltekin ummæli sín á staðreyndum. Í öðru lagi var sagt frá því að forseti lýðveldisins vilji ekki tjá sig um sjálfan sig. Öðruvísi mér áður brá.

Svona erum við
Þegar ég segi við á ég við meirihluta þjóðarinnar. Íslendingar eru verðtryggingarþjóð, þ.e. við viljum verðtryggingu í einni eða annarri mynd. Ef hún hentar okkur hverju sinni. Við viljum t.d. að laun og kjör haldi í við verðlag. Við viljum að kaupmáttur launanna sé tryggður fyrir verðlagi, þ.e. verðtryggður. Við viljum að okkur sé bætt upp tapið […]

Fyrrverandi biðst næstum því afsökunar
Morgunblaðið biðst afsökunar á Reykjavíkurbréfi ritstjórans. Það eitt og sér hlýtur að teljast vera frétt. Reykjavíkurbréfið moggans er ekki bara bara eins og hver annar bréfstúfur, heldur flaggskip blaðsins, kjölfesta þess, rá og reiði í senn. Mér vitanlega hefur blaðið aldrei beðist afsökunar á þessum bréfum sínum. Reykjavíkurbréfið er nú sem endranær skrifað af ritstjóra blaðsins. Hann er […]

Bjarni er búinn að átta sig
Ég hef ekki orðið var við að fréttastofur helstu fjölmiðla landsins hafi kveikt á stóru fréttinni í því að ríkisstjórnin hefur ráðið erlenda aðila til að annast samninga við kröfuhafa. Það gerði hins vegar bloggarinn Egill Helgason eins og sjá má í pistli hans frá því í gær. Það á semsagt að reyna að semja. Það tók […]

Ekki einkamál Bjarna
Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins vill selja vænan hlut ríkisins í Landsbankanum. Hann segist þó hvorki vera búinn að gera það upp við sig hvað stór sá hlutur á að vera né hvernig að sölunni verður staðið. Hann talar eins og um sölu á persónulegri eign sinni sé að ræða sem öðrum komi ekki við hvernig hann ráðstafar. […]

Traustur heimildamaður
Ritstjóri morgunblaðins er sá hinn sami og stýrði Seðlabanka Íslands í þrot haustið 2008. Fall Seðlabankans er stærsti einstaki liður Hrunsins og kostar hvert einasta mannsbarn á landinu tæpa eina milljón króna. Sumt af gerðum bankastjórans fyrrverandi tengist stórkostlegum svikamálum sem dómstólar hafa til meðferðar í dag. Óbeinn kostnaður verður seint metinn og ekki fyrr en hann hefur verið […]

Óskiljanlegur ráðherra
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa hitt og rætt margsinnis fulltrúa Costco, sem hefur áhuga á að að opna risaverslun og bensínstöð á Íslandi og selja þar brennivín, lyf og ferskt kjöt sem kompaníið hyggst flytja sjálft inn. Ráðherrann hefur tekið fyrirtækinu vel og segir að hún og ríkisstjórnin séu„tilbúin til að gera það sem í […]

Ríkisendurskoðun svarar skýrt
Bankaráð Seðlabanka Íslands fól Ríkisendurskoðun að gera úttekt á greiðslum bankans á málskostnaðarreikningi bankastjóra vegna málssóknar hans á hendur bankanum. Bankaráðið bað Ríkisendurskoðun að svar tveim grundvallarspurningum um þetta mál. Annars vegar hvort rétt hefði verið staðið að ákvörðun um að greiða kostnað af málsókn bankastjórans og hins vegar hvort bankastjóri sjálfur hafi átt einhvern […]

Þingmenn kjördæmisins
Satt best að segja hafði ég ekki hugmyndaflug til að ímynda mér að hugmyndin um að flytja meginstarfsemi Fiskistofu til Akureyrar hefði hvorki verið rædd eða samþykkt í ríkisstjórn né í þingflokkum stjórnarflokkanna áður en hún var tilkynnt opinberlega. Enn síður hvarflaði að mér að ráðherra myndi ekki kanna lagalegu hlið málsins, jafn auðvelt og það nú er. […]

Lýgur daginn út og inn
Forsætisráðherra segist hafa fengið vinnulagið við styrkveitingar í arf frá síðustu ríkisstjórn. Það sé því ekki honum að kenna hvernig hanna sjálfur sáldraði peningum út til vina sinna og vandamanna, heldur Jóhönnu Sigurðardóttur. En eru einhver dæmi um þetta? Úthlutaði Jóhanna einhverntímann styrkjum til þeirra sem ekki báðu um þá? Eru dæmi um að Jóhanna hafi […]

Viðráðanlegt vandamál
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sté fram á sviðið í gær og tilkynnti af röggsemi að hann myndi sjá til þess að sjónvarpi yrði áfram varpað um gervihnött til þeirra sem á þeirri þjónustu þyrftu að halda. Þar með var eytt þeirri óvissu um málið hafi verið dagana þar á undan sem um tíma leit út fyrir að menn réðu […]