trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 14/07/2014

Svona erum við

Þegar ég segi við á ég við meirihluta þjóðarinnar.17.juni_2014

Íslendingar eru verðtryggingarþjóð, þ.e. við viljum verðtryggingu í einni eða annarri mynd. Ef hún hentar okkur hverju sinni.

Við viljum t.d. að laun og kjör haldi í við verðlag. Við viljum að kaupmáttur launanna sé tryggður fyrir verðlagi, þ.e. verðtryggður.

Við viljum að okkur sé bætt upp tapið ef hallar á okkur, t.d. ef lánin okkar hækka umfram laun og kaupmátt. Við köllum það reyndar leiðréttingu þó inntakið eigi að vera það sama. Kannski má orða þetta þannig að við viljum frekar búa við stöðugleika en óstöðugleika.

En stangast á við hitt, þ.e. að við erum líka haftaþjóð, þ.e.a.s. við viljum búa við allskonar höft af öllum stærðum og gerðum. Ef þau henta okkur hverju sinni. Við höfum t.d. mest allan lýðveldistímann búið við gjaldeyrishöft. Höftin eru skilgetin afkvæmi íslensku krónunnar sem við viljum halda í með öllum ráðum þó engin önnur þjóð í heiminum vilji nota hana eða eiga í viðskiptum með. Bara við, þessi ríflega 300 þúsund hræður.

Það kostar höft og í ótal fjölbreyttum myndum auk ýmissa óþæginda sem flestir vilja vera lausir við. T.d. hefðbundin gjaldeyrishöft eins og við þekkjum þau hvað best, gengisfellingarhöft, hátt vaxtastig, óstöðugt verðlag o.s.frv. Og við viljum vera tryggð fyrir hugsanlegum misfellum á lífkskjörum okkar sem höft í öllum sínum fjölbreytileika leiða óhjákvæmilega af sér. Sem sagt verðtryggð.

Við þekkjum þetta allt betur en við viljum. Á endanum snýst þetta svo um prívat hagsmuni, þ.e. hvort við teljum kostnaðinn við höftin og verðtrygginuna minni en ágóðann sem við hljótum hverju sinni.

Meirihluti þjóðarinnar er þeirrar skoðunar að rétt sé að viðhalda ástandinu eins og það er og hefur verið áratugum saman. Það hefur komið fram í kosningum og skoðanakönnunum oftar en ég hef tölu á.

Þannig þjóð erum við Íslendingar og verðum.

Verðtryggingar og haftaþjóð.

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,296