trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 08/11/2016

Rándýr, rasisti og siðleysingi?

Ása Richardsdóttir bæjarfulltrúi heldur áfram að deila með lesendum Herðubreiðar lífsreynslu sinni í kosningabaráttu fyrir Hillary Clinton í Colorado. Þetta er þriðji hluti. Fyrsta hluta má lesa hér, annan hluta hér.

———

Svona var umhorfts á einu götuhorninu hér í Larimer sýslu í gær. Ímiðjum Trump-skóginum stóð gamall karl á tröppu með sitt eigið heimagerða skilti. Læt ykkur eftir að lesa á skiltið (smellið á myndina til að stækka).trump

Ég tek ofan fyrir honum.

Það er ekki auðvelt að rökræða við Trump-liðið. Ef ég að á finna eitt orð sem lýsir þeim sem ég hef hitt þá kemur „árásargirni“ upp í hugann.

Annars er það ótrúlegt hvað fjölmiðlar – hér á landi sem og á Íslandi – veita Trump og herferð hans mikla athygli og pláss. Á CNN var samtal helstu forkólfa þar í fyrrakvöld og umræðan snerist um hvort þau hefðu látið hafa sig að fífli. Voru helst á því að svo væri.

Nú er kjördagur runninn upp, klukkan að verða sjö að morgni hér í Colorado. Þetta er sögulegur dagur, fyrir Bandaríkin og heiminn allan. Annað hvort eignumst við madame forseta í þessu voldugasta ríki heims eða mann sem er rándýr, rasisti og siðleysingi. Um þetta snýst valið, gott fólk.

1,343