trusted online casino malaysia
Ritstjóri Herðubreiðar 07/11/2016

Hvernig nær Trump svona miklum árangri? – Ása heldur áfram að bjarga heiminum

Ása Richardsdóttir bæjarfulltrúi heldur áfram að deila með lesendum Herðubreiðar lífsreynslu sinni í kosningabaráttu fyrir Hillary Clinton í Colorado. Þetta er annar hluti. Fyrsta hluta má lesa hér.asa-richardsdottir

———-

Viðbrögðin heima fyrir við þessari ferð minni hafa verið dáldið yfirþyrmandi. Mér þykir vænt um þau, líður dáldið eins og ég hafi verið send út af örkinni fyrir ykkar hönd. En mér flaug ekki í hug að þessi litla hugsjónaferð mín myndi vekja þessa athygli.

Við erum öll að verja málstað. Með skrifum okkar, hvatningu, angist og áhyggjum. Með því að hnippa í alla mögulega bandaríska kjósendur sem við þekkjum. Með því að tjá okkur þar sem við getum. Í aðalstöðvum Hillary er fylgst náið með skrifum og tjáningu á samfélagsmiðlum út um allan heim og þau segja mér hér, samstarfsfélagar mínir í demókratamiðstöðinni í Larimer county norðan við Denver, að þetta flæði skrifa um allan heim gefi þeim mikið. Svo skrifið krakkar, látið í ykkur heyra, nú síðasta sólarhringinn sem eftir er.

Í dag fór ég í ansi heavy redneck hverfi og var ein á ferð. Var pínu nervös í byrjun, hélt mér yrði illa tekið. En upplifunin var þveröfug, mér var vel tekið og ég skammaðist mín fyrir þennan asnalega ótta. Það ætluðu kannski ekki allir að kjósa mína konu og sumir ætluðu alls ekki að kjósa, en allir voru kurteisir og margir forvitnir um þessa stelpu frá Íslandi. Hef sjaldan fundið jafn fjölbreytta flóru tattúa, pickuptrukka, bjórdósa og angandi graslyktar á einum litlum bletti. Og afslappað og næs fólk. Og ég fór að hugsa hvernig stæði eiginlega á því að maður eins og Trump, sem elur á ótta, sundrungu og höfðar til lægstu kennda, næði svona árangri? Er ástæðan misskipting auðs og lífsgæða? Vanþekking sem getur af sér fordóma? Reiði?

Ég komst ekki að endanlegri niðurstöðu sem ég arkaði áfram um hverfið. Og held áfram á morgun.

 

 

 

 

1,685