trusted online casino malaysia
Ritstjórn 08/09/2014

Nýjung í fjármögnun vefmiðils: Sumt efni einungis hægt að lesa í áskrift

HerðubreiðHerðubreið hefur tekið upp óvenjulega leið til að fjármagna rekstur sinn. Héðan í frá verður eingöngu hægt að lesa pistla ritstjórans, Karls Th. Birgissonar, með því að greiða ódýra áskrift. Karl upplýsir þetta í nýlegum pistli og segir að þetta sé nýjung sem Herðubreið vilji gera tilraun með.

„Stóru miðlarnir, Mogginn, DV og Viðskiptablaðið, hafa læst sumu efni öðrum en áskrifendum, en munurinn er sá að þar að baki er umfangsmikil prentútgáfa. Það gildir ekki um okkur.

Lesturinn á Herðubreið er ótrúlega mikill, einkum í ljósi þessu að við erum ekki í daglegum fréttum eða svokölluðum smellugildrum, sem sumir miðla treysta nær eingöngu á til að fá umferð. Reyndar þurftum við í sumar að skipta yfir í hýsingu sem er tíu sinnum dýrari en sú gamla, af því að lesturinn var orðinn of mikill.

Við erum tímarit fremur en venjulegur fréttamiðill og tímarit hafa aldrei þrifist án áskrifenda. Frekar en að setja allan vefinn undir áskrift völdum við að greiða þurfi fyrir lestur á greinum ritstjórans. Það kostar 1,8 evrur á mánuði eða sem samsvarar 290 krónum. Það er vonandi nógu lágt til að vera ekki fjárhagslegur þröskuldur fyrir flesta, en allar upphæðir skipta okkur máli í rekstrinum.“

Karl segir ennfremur í bígerð að gefa lesendum kost á að styðja við útgáfuna með öðrum hætti.

„Já, í vinnslu er kerfi sem gerir fólki kleift að leggja til lágar fjárhæðir ef og þegar það kýs. Það er eiginlega gert vegna eftirspurnar. Við finnum fyrir miklum velvilja og stuðningi, og margir hafa spurt hvernig þeir geti lagt útgáfunni lið. Við bregðumst svona við þeim fyrirspurnum. Við afþökkum samt háar fjárhæðir frá einstaklingum eða fyrirtækjum. Herðubreið má ekki verða neinum háð nema sjálfri sér.“

Pistill Karls er hér til hliðar.

 

Flokkun : Efst á baugi
1,213