trusted online casino malaysia
Ritstjórn 28/03/2014

Helgarhugvekja: Skilnaðarbörn kalda stríðsins og fjölskylduleyndarmál Íslendinga

Íslendingar eru skilnaðarbörn kalda stríðsins. Fórnarlömb haturs og beiskju vegna trúnaðarrofs sem þeir vissu aldrei um og svika sem þeir skilja ekki. Og réttur barnsins til að lifa eigin lífi víkur fyrir reiði og særðu stolti foreldris, sem setur á tölur um svik og misgerðir allra annarra en sín meðan það keyrir barnið í búðina sem selur stærsta og sætasta ís heimi.

(Mynd: Lemúrinn)

(Mynd: Lemúrinn)

Svona lýkur snjöllum pistli Hans Jakobs Beck læknis, sem birtist í Herðubreið í dag. Í honum lýsir Hans sögu og sjálfsmynd þjóðarinnar síðustu áratugi, og hvers vegna við erum stödd þar sem raun ber vitni um núna.

Hans skrifar m. a.:

„Við eigum fjölskylduleyndarmál, sem ég held að standi öllu fyrir þrifum. Leyndarmál sem er á allra vitorði, en aldrei má ræða. Og fyrr náum við ekki þjóðtækri stjórn, að við þorum að nefna það. Samt verður það ekkert erfitt og að því loknu hverfur skömmin og við getum haldið áfram. Farið að ræða hvar við stöndum í heiminum og hverjir hagsmunir okkar eru í raun og veru.“

Herðubreið mælir eindregið með pistli Hans sem helgarlesningu, um leið og minnt er á að ritstjórn Herðubreiðar tekur sér helgarfrí. Pennar birta skrif sín í Herðubreið alla daga vikunnar, en ritstjórnarefni birtist næst á sunnudagskvöld.

Góða helgi.

 

Flokkun : Efst á baugi
1,482