trusted online casino malaysia
G. Pétur Matthíasson 14/05/2014

Gunnar Bragi Evrópumaður ársins?

Screen Shot 2014-05-14 at 21.02.36Þegar kemur að því að finna út hver hefur mest gert fyrir okkur á árinu 2014, okkur sem viljum ná góðum samningi við Evrópusambandið og fá þar aðild með okkar bestu vina- og ná grannaþjóðum, hlýtur utanríkisráðherra Gunnar Bragi Sveinsson að koma sterklega til álita.

Ef maður skoðar kannanir MMR um afstöðu landsmanna til aðildar að Evrópusambandinu kemur í ljós að á einu ári hefur orðið grundvallarbreyting á afstöðunni til aðildar.

Við fyrstu sýn — og ef maður skoðar bara síðustu mánuði — gæti maður ætlað að andstaðan við aðild væri óbreytt en að hluti hinna óákveðnu væru nú fylgjandi aðild. En það er ekki víst að það sé rétt mat.

Því ef við lítum ár aftur í tímann þá kemur í ljós að þann 17. maí í fyrra voru 25,1% fylgjandi aðild en hvorki fleiri né færri en 60,5% á móti aðild, óákveðnir 14,4%.

Óákveðnum hefur vissulega fækkað á þessu ári eru nú 11,5% en það eru álíka margir sem hafa bæst í hóp þeirra sem eru hlynntir aðild og þeir eru sem ekki lengur eru á móti aðild. Þannig eru nú 37,3% hlynnt aðild og hefur fjölgað um heil 12,2 prósentustig á einu ári, þeir sem hafna aðild, þeim hefur fækkað í 49,5% eða um heil 11 prósentustig.

Þannig að maður lítur eitt ár aftur í tímann þá lítur málið frekar þannig út að í febrúar hafi nokkuð margir sagt að þeir væru hvorki fylgjandi né andvígir aðild en að það hafi bara verið biðleikur á þeirri leið að aðhyllast aðild að Evrópusambandinu.

Þar á þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að slíta viðræðum auðvitað stóran þátt í breytingunni.

Og ef fram heldur sem horfir þá gætu þessar tölur snúist við á einu ári. Og auðvitað gerist það, um leið og tækifærið til að ræða aðild af alvöru birtist, þegar við förum að ræða kostina og gallana, og vega þá og meta hvert fyrir sig af viti, útfrá staðreyndum, þá snýst þetta við.

Flokkun : Pistlar
1,207