trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 29/09/2014

Ein aðferð

 

Heilbrigðisráðherra hefur látið í sér heyra. Hann vill ekki taka lán til að byggja nýjan Landsspítala. Honum dettur ekkert ráð í hug til þess að koma húsinu upp annað en að selja Landsvirkjun, RARIK, Landsbankann, ÁTVR og aðrar ríkisstofnanir. Vinstri grænir hafa lagt fram ályktun á alþingi um að leggja sérstakan skatt á hátekjur og byggja spítalann fyrir hann. Það verður ekki samþykkt, þingið er þannig samansett. Sjálfum þætti mér heldur aumt að fá það á tilfinninguna að ríka fólkið hefði reist nýjan spítala yfir okkur án minnar þátttöku.

Tíuþúsundkall

Ég reyki sígarettur. Reykingar leiða til margs konar sjúkdóma og rándýrra lækninga. Sama gildir um áfengisneyslu.

Samkvæmt ársreikningum ÁTVR voru seldir 21,7 miljón pakkar af sígarettum hér á landi í fyrra. Sama ár seldi Ríkið rúma 18 miljón lítra af áfengi.

Ég vil vera með í því að endurreisa heilbrigðiskerfið. Ég vil taka þátt í því að byggja nýjan Landsspítala og tæknivæða sjúkrahús um allt land. Ég vil líka leggja mitt að mörkum svo hægt sé að greiða öllum starfsmönnum heilbrigðiskerfisins þau laun sem duga til þess að okkar besta fólk haldi áfram að vinna innan þess. Af þessum sökum legg ég fram eftirfarandi tillögu:

Alþingi feli ÁTVR að leggja 500 krónur á hvern lítra áfengis og 200 krónur á hvern sígarettupakka sem verslunin selur. Því fé sem inn kemur skal veitt í sjóð sem eingöngu má nota til þess að byggja yfir Landsspítalann, kaupa lækningatæki og styrkja innviði heilbrigðiskerfisins.

Hér er um að ræða miljarða ráðstöfunarfé ár hvert. Fyrir þennan nautnaskatt, sem ég og við við flest munum greiða, má hefja heilbrigðiskerfið til nýrra hæða án þess að selja undan sér fæturna. Og það er hægt að byrja strax.

Úlfar Þormóðsson
Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Pistlar
1,263