trusted online casino malaysia
Ritstjórn 04/04/2014

Blessuð mjólkin: Verðmætum er hellt niður frekar en að lækka verð til neytenda

Milliliðir í mjólkurframleiðslu hella frekar niður verðmætum en að lækka verð til neytenda.Guðni og skyr

Þetta fullyrðir Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði í grein í Herðubreið og vitnar í ummæli Guðna Ágústssonar, framkvæmdastjóra Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

Í grein sinni fjallar Þórólfur um ýmis vandkvæði við að flytja út skyr til Evrópu, eins og samtök Guðna vilja gera, og vekur meðal annars athygli á þessu:

„Eftirspurn eftir ólíkum efnisþáttum hrámjólkur er breytileg. Stundum er það fituþátturinn sem er eftirsóttur, stundum próteinþátturinn. Erfitt er að breyta samsetningu hrámjólkurinnar.

Í eðlilegu samkeppnisumhverfi hefðu aukin sala og aukin eftirspurn eftir fitu þau áhrif að verð á rjóma og smjöri hækkaði en verð á skyri og undanrennu lækkaði. Í grein í Fréttablaðinu þann 6. mars upplýsir framkvæmdastjóri SAM að þar á bæ kjósi menn að hafa annan hátt á: Að hækka verðið á eftirsóttu vörunni en halda verðinu á hinni minna eftirsóttu óbreyttu, jafnvel þótt það verði til þess að hella þurfi undanrennu í ræsið.

Að eyðileggja söluhæfa vöru er aðferð einkasalans sem heldur kýs þann kost en hinn, að lækka verðið.“

Í grein sinni skrifaði Guðni:

„Smjör og rjómi selst allt innanlands, líka úr umframmjólkinni, en eftir situr próteinþátturinn sem neytendur í Finnlandi eru að sækjast eftir. Líka annarstaðar á Norðurlöndum því í heild jókst skyrsalan um 56% í fyrra og markaðurinn þar er orðinn tvisvar sinnum stærri en á Íslandi í magnsölu. Í þessu felast mikil sóknarfæri ef semdist um lægri tolla. Því verður áfram haldið við að leita leiða til þess að framleiða á Íslandi skyr og flytja það út. Af því er bara ávinningur og hlýtur að vera betri kostur en að hella niður próteinríkum afurðum.“

Af orðum Guðna má ráða að próteinríkum afurðum sé hellt niður sem nemur „umframmjólk“– enda sé enn „leitað leiða“ til þess að semja um lægri tolla.

Grein Þórólfs í Herðubreið er hér.

Flokkun : Efst á baugi
1,720