
Jón Knútur Ásmundsson
Höfundur er Norðfirðingur.
Heimsóknin
Leiðið hans pabba er rétt við kirkjugarðshliðið. Það komu ekki nema tveir staðir til greina og við Halldór, elsti bróðir minn, völdum þennan stað með mömmu. Yfir reitnum er ljósastaur sem lýsir leiðið upp í svartasta skammdeginu. Mömmu hugnast vel að það sé einhver birta yfir kallinum. Hún býr í húsi rétt hjá og þarf […]

Hugsað upphátt um Stöðvarfjörð
Það er stutt síðan ég bjó í bæ þar sem allt var að „fara til helvítis“. Meira að segja góða veðrið var farið suður (sumsé: til helvítis). Að vísu var næg vinna í Neskaupstað rétt fyrir síðustu aldarmót en það breytti því ekki að fólki fækkaði. Hægt og afar bítandi. … Þú getur ekki útskýrt […]
Smásögur Þorsteins Joð.
Það er auðvelt að láta Þorstein Joð fara í taugarnar á sér. Ef maður er þannig innréttaður gæti manni fundist hann ofboðslega tilgerðarlegur og uppskrúfaður vegna þess að hann leyfir sér að skrifa stíl sem fellur ekki undir reglur Jónasar Kristjánssonar um „alþýðlegan og einfaldan“ texta sem allir fjölmiðlamenn eiga að tileinka sér (einkum fréttamenn). […]
Geðbilun í ættinni
Ég er ekki viss um hvenær ég heyrði nafn Jónasar Skálda fyrst nefnt. Líklega var amma mín búin að segja mér frá honum einhvern tímann eða pabbi. Þau voru stundum dugleg að segja manni frá forfeðrunum en því miður lagði ég sjaldnast við hlustir. Ég var of ungur og hafði engan áhuga á ættingjum mínum. […]
Point Arena
Nokkrum árum eftir að ég kom til Point Arena á vesturströnd Bandaríkjanna, rétt norðan við San Fransisco, gúggla ég staðinn. Eini frægi maðurinn sem tengist staðnum virðist vera Jim nokkur Hodder, sá sem trommaði með Steely Dan á fyrstu tveimur plötunum. Jim þessi hafði misst tökin á lífi sínu og endaði það í sundlaug í […]
Þessi lykt
Einn uppáhaldskaflinn minn í Sögu Norðfjarðar eftir Smára Geirsson (þeir eru margir góðir) inniheldur frásögn manns sem dvelur þar yfir nótt einhvern tímann á þriðja eða fjórða tug síðustu aldar og vaknar í þorpinu, dregur að sér andann og sest síðan niður skrifar í dagbókina sína upplifun sem innihélt meðal annars lýsingu á lyktinni sem […]