Guðmundur Gunnarsson
Þarf Ísland að flytja inn kol til húshitunar innan nokkurra ára?
Það styttist í alþjóðlegu loftslagsráðstefnuna í París í desember. Talið er að þetta sé einn mikilvægasti fundur mannkynssögunar og tugþúsundir manna víðsvegar m Evrópu eru að undirbúa að ganga til París til þess leggja á herslu á að skammtímahugsun og tækifæristefna stjórnmálamanna gangi ekki lengur hvað varði loftslagsmál og umgengni við náttúruna. Þetta sé síðasti […]
Aumingjavæðing Íslands
Í umræðunni um Grikkland virðast margir hafa gleymt því í hvaða stöðu við vorum árið 2008 þegar ríkisstjórnir Íslands reyndu að fá lán frá Rússum og Kínverjum þegar ljóst var að Norðurlöndin og BNA höfðu alfarið hafnað frekari lánafyrirgreiðslu, nema þá í gegnum AGS og þá um leið tryggingu fyrir því að skipt yrði um […]
Rammaáætlun prófsteinn á orkufrekjuna?
Okkur líður best heima hjá okkur þar er ró og friður. Sama á við um hálendið þar sækir fólk í umhverfi þar sem ekki er mikið áreiti. Þar sem við getum farið um skoðað umhverfið og notið samveru við það. Ferðamennirnir sem leita til Íslands koma af fjölbýlissvæðum þar sem hver einasti fermetri er skipulagður. […]
Sumarnótt
Á hverjum morgni gekk Tryggvi út á bæjarhólinn, leit til veðurs og yfir land sitt. Á vorin og fram til þess tíma að féð var rekið á fjall rýndi hann túnin og eyrarnar í leit að því hvort einhverjar kindur hefðu sloppið inn fyrir túngirðinguna. Morgunninn gaf fyrirheit um góðan dag fyrir heyskapinn. Við stóðum […]
Megum við fara fram á að ríkisstjórnin virði lög landsins?
Það eru hreint út sagt forkastanleg vinnubrögð þegar samið er við stóriðjufyrirtæki áður en fyrir liggur hvort unnt sé að afla nauðsynlegrar orku með ásættanlegum hætti fyrir land og þjóð. Í dag liggur það fyrir svart á hvítu að stóriðja getur ekki keppt við ferðamennsku hvað gjaldeyrissköpun, arðsemi og umhverfisáhrif snertir. Áhugi ferðamanna á landinu byggir fyrst […]
Vinnubrögð í kjaradeilum
Í tilefni af umræðum um vinnubrögðum við gerð kjarasamninga og verkföll langar mig til þess að birta kafla út óbirtu handriti mínu. Davíð Oddson kvaddi Alþýðuflokkinn vorið 1995 og myndaði nýtt ráðuneyti með Framsóknarmönnum. Eitt af markmiðum þeirrar ríkisstjórnar var að gera endurbætur á vinnulöggjöfinni, en hún hafði verið óbreytt frá árinu 1938. […]
Auðhyggjan við völd
Bjarni Benediktsson fjármála ráðherra mærir Thatcher og öfgakennda frjálshyggju. Það er reyndar það sem einkennir öll störf og nálgun ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Peningar blinda menn og verða að kjarna lífsins, jafnvel þó Jesú hafi varað okkur við og sagt að það væri auðveldara troða úlfalda í gegnum auga stoppunálar en fyrir auðugan mann að […]
Verður sett ný gjaldmiðilsstefna?
Nú er farið að sjá yfir endann á þessari samningahrinu, segja sumir og anda léttar. En er það svo? Það er eftir að semja við stóra hópa úr millistéttinni, iðnaðarmenn og opinbera geirann. Og svo er það aðalmálið; Hvað ætla menn að gera í gjaldmiðilsmálum? Á meðan við höfum núverandi gjaldmiðil skiptir í raun […]
Mesta auðlind Íslands
„Hálendi Íslands er mesta auðlind Íslands, hvernig sem á það er litið,“ sagði Páll heitinn Skúlason fyrrv. háskólarektor. Á íslenska hálendinu eru öll af 10 mestu lindasvæðum landsins, reyndar nokkur af mestu lindarsvæðum heimsins. Þau spanna yfir stóran hluta af hálendinu. Þarna er að finna mestu verðmæti íslenskrar náttúru til framtíðar. Hreint vatn […]
Íslensk umræðuhefð
Lög um lægstu laun Það eru allmargir sem hafa undanfarið sett fram hugmyndir um að setja lög sem ákvarði lægstu laun hér á landi. Það eru hins vegar búin að vera í gildi hér á landi lög um lágmarkslaun frá því 1938 og það eru allmörg erlend stéttarfélög sem öfunda okkur af þessum lögum. […]
Skrokkalda – Trójuhestur Landsvirkjunar
Í dag tekur Alþingi fyrir rammaáætlun og gera tilraun til að koma í gegn breytingatillögu um að færa m.a. Skrokkölduvirkjun í nýtingarflokk. Skrokkalda er staðsett á miðju landsins á ósnortnum Sprengisandi í jaðri Vatnajökulsþjóðgarðs. Þetta er tiltölulega lítil virkjun eins virkjanasinnar eru óþreytandi við að benda á. En málið er ekki svona einfalt því framkvæmdir […]
1. maí fundur verkalýðsfélagsins Samstöðu á Blönduós 2015.
Verndun náttúrunnar er eitt af þýðingarmestu verkefnum okkar og skylda okkar íhuga vel hvernig við förum með hana. Vitanlega eigum við að skila sem mestu af henni ósnortinni til barna okkar og barnabarna. Orkuauðlindir landsins eru verðmætari en svo að stjórnmálamenn eigi að geti ákvarða virði þeirra í þágu kaupandans áratugi fram í tímann. Dæmin staðfesta […]