
Björn Valur Gíslason

Hvorki sjálfstæðir né óháðir
Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á 365, var heldur vandræðalegur í viðtali við RÚV í morgun. Umfjöllunarefnið var staða og trúverðugleiki fjölmiðla fyrirtækisins eftir að eigendur þess ráku ritstjóra Fréttablaðsins vegna fréttamats þeirra. Viðtalið við Þorbjörn vekur spurningar um stöðu þeirra sem eftir sitja á fjölmiðlum eftir að eigendur grípa til slíkra ráða. Hún hlýtur að vera […]

Lélegt uppgjör Landsbanka
Landsbanki Íslands hefur birt hálfs árs uppgjör sitt vegna yfirstandandi árs. Þar kemur fram að hagnaður bankans á fyrri hluta ársins hafi verið 14,9 mia.kr. sem sé litlu minna en á sama tímabili á síðasta ári. Þegar betur er að gáð lítur hins vegar út fyrir að rekstur bankans sé ekkert sérstakur og tæpast viðunandi. Hagnaður Landsbankans […]

Berir hnúarnir
Ég hef áður lýst dálæti mínu á skyrtertum sem ég fæ aldrei nóg af. Miðað við viðbrögðin sem ég fékk eftir að hafa gefið frá mér mína einkauppskrift á aðventunni 2013 er ljóst að skyrið í þessu formi á sér marga aðdáendur. Flestum gengur vel að leika sér með þessa góðu landbúnaðarafurð en þó er einn og […]

Sendikarlasnúningurinn
Árni Þór Sigurðsson sendiherra hefur skrifað okkur félögum sínum í Vinstri grænum opið bréf þar sem hann reynir að útskýra þá ákvörðun sína að hjálpa íhaldsöflunum að reisa fyrrverandi formann sjálfstæðisflokksins upp frá ruslahaugum sögunnar. Um það snýst þetta mál í grunninn. Skýringar Árna Þórs vekja upp fleiri spurningar en þær svara. Í bréfinu kemur fram að […]

Þaenebbleaþa
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi ráðherra dómsmála, telur að draga megi lærdóm af lekamálinu. Lærdómur Hönnu er samt ekki sá að það eigi ekki að ljúga upp á Rauða krossinn. Lærdómurinn er ekki heldur sá að rangt sé að krefjast brottrekstrar blaðamanna sem fjalla um ráðherra með gagnrýnum hætti. Enn síður er lærdómurinn sá að mati Hönnu að ráðherrar […]

Eins og við var að búast
Formenn stjórnarflokkanna sögðu í fyrra að staða ríkisfjármála væri verri en reiknað hafði verið með. Þeir gáfu meira að segja út sérstaka yfirlýsingu um það til að leggja áherslu á þetta mat þeirra á stöðunni. Nú liggur það hins vegar fyrir að þeir kumpánar sögðu ósatt. Staðan á þessu síðasta fjárlagaári vinstristjórnarinnar var mun betri en gert hafði verið […]

Sama lið, sama stefna
„Landspítalinn átti hvorki peninga fyrir launum starfsmanna né lyfjum haustið 2008 eftir hrun bankanna og var kominn í greiðsluþrot.“ Þannig lýsti Hulda Gunnarsdóttir þáverandi forstjóri Landspítalans stöðunni á spítalanum haustið 2008. Þannig skilaði þáverandi heilbrigðisráðherra Landspítalanum út úr góðærinu, ekki vegna peningaleysis heldur vegna pólitískrar stefnu. Fyrstu árin eftir Hrun var Landspítalinn rekinn innan ramma fjárlaga. Það tókst með […]

Hraðbyri aftur til fortíðar
„Ég er búinn að fylgjast með þessu þjóðfélagi í 50 ár. Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt. Það eru engin prinsipp, það eru engar hugsjónir, það er ekki neitt. Það er bara tækifærismennska, valdabarátta.“ Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Skýrsla RNA 2010. Undir forystu Össurar Skarphéðinssonar afnam ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar skipan […]

Hún er of dýrkeypt
Það skiptir í sjálfu sér ekki öllu máli hvort lögreglustjórinn í Reykjavík hafi hrakist úr starfi vegna afskifta innanríkisráðherra af lögreglurannsókn. Aðalatriðið er að ráðherrann reyndi í krafti stöðu sinnar að hafa áhrif á rannsókn sakamáls. Með því hefur ráðherrann grafið undan trúverðugleika lögreglunnar í landinu og sett allt hennar starf í uppnám. Er þetta í eina […]

Eins og maðurinn sagði
Þessi frétt á sér nokkrar hliðar. Dæmi: Í fyrsta lagi bendir þetta til að efnameira fólk hafi efnast talsvert umfram aðra á síðasta ári og greiðir því skatta í samræmi við það. Í öðru lagi vitnar þetta um að þær breytingar sem gerðar voru á skattkerfinu á síðasta kjörtímabili hafi heppnast vel. Þær miðuðu að því að […]

Bjarni á skilorði
Frá því að ríkisstjórn hægriflokkanna tók við völdum í sumarbyrjun 2013 hefur hún á nokkurra vikna fresti sent frá sér nokkuð sverar yfirlýsingar um afnám gjaldeyrishaftanna. Ævinlega er látið líta svo út að um tímamót sé að ræða og nú sé komið að því að aflétta höftunum. Enn hefur þó nákvæmlega ekkert gerst í þessa […]

Ótrúlega hissa
,,Það er í sjálfu sér ótrúlegt að okkur hafi haldist þannig á málum, að ríkið sitji uppi með á milli 100 og 200 milljarða ábyrgðir og tjón vegna Íbúðalánasjóðs sem hefur starfað í skjóli ríkisins.“ Þetta segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður sjálfstæðisflokksins, í viðtali við RÚV. Það er svo sannarlega rétt hjá Bjarna. Það er […]