trusted online casino malaysia
Björn Valur Gíslason 28/08/2014

Hvorki sjálfstæðir né óháðir

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á 365, var heldur vandræðalegur í viðtali við RÚV í morgun. Umfjöllunarefnið var staða og trúverðugleiki fjölmiðla fyrirtækisins eftir að eigendur þess ráku ritstjóra Fréttablaðsins vegna fréttamats þeirra.365 miðlar

Viðtalið við Þorbjörn vekur spurningar um stöðu þeirra sem eftir sitja á fjölmiðlum eftir að eigendur grípa til slíkra ráða. Hún hlýtur að vera erfið. Þeir sem síðan taka við og ganga í störf þeirra sem hafa verið reknir eru hins vegar í enn verri stöðu. Í raun felst í því yfirlýsing af þeirra hálfu að þeir séu tilbúnir til að láta það ganga yfir sig sem hinir vildu ekki gera. Þeir gera sjálfa sig og fjölmiðilinn þ.a.l. ótrúverðuga og undirstrika að miðillinn er hvorki sjálfstæður né frjáls. Reynir Traustason, bráðum brottrekinn ritstjóri DV, bendir réttilega á þetta í viðtali við RÚV í gær.

Aðförin að sjálfstæði fjölmiðla á Íslandi hófst fyrir alvöru árið 2009 þegar pólitískar hreinsanir fóru fram á Morgunblaðinu. Frá þeim tíma (og reyndar eitthvað fyrr) hafa eigendur 365 og forvera þess fyrirtækis oftar en einu sinni sýnt starfsfólki sínu klærnar og barið það til hlýðni.

Ríkir menn munu svo síðar í dag taka DV yfir í þeim tilgangi einum að losna við gagnrýna umfjöllun blaðsins um ýmis málefni, m.a. um þá sjálfa.

Þorbirni Þórðarsyni vafðist tunga um tönn þegar hann svaraði spurningu Morgunvaktar RÚV um hvort Fréttablaðið gæti eftir þetta talist sjálfstæður og óháður fjölmiðill. Hann svaraði því m.a. til að mikilvægt væri að standa vörð um sjálfstæði RÚV.

Svar Þorbjörns var því í rauninni nei – fjölmiðlar 365 eru hvorki sjálfstæðir né óháðir. Þeir hafa breyst í málgagn eigenda sinna, rétt eins og Morgunblaðið 2009 og DV mun verða síðar í dag.

Latest posts by Björn Valur Gíslason (see all)
Flokkun : Pistlar
1,451