trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 19/09/2014

Á eilífðarvöllum

 

Samkvæmt málfræðireglum er guð fjölkynhneigður. Það er hægt og rétt að segja hann guðinn, það guðið og hún guð samkvæmt því sem ég heyrði í þætti um íslenskt mál í Ríkisútvarpinu 15. þess mánaðar. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands gerir ráð fyrir því að til sé guð, því að þar segir, „hin evangelíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda.“ Í nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar kemur fram að til stuðnings og verndar kirkjunnar árið 2015 skuli verja 1.507,9 milljónum króna, einum og hálfum miljarði.28182v

 

 

 

„Ég trúi því ekki, að guð sé til; en hugsunin um guð er til, og það er athyglisverður hlutur,“ segir í ágætri þýðingu Elíasar Marar á bókinni Óveðursnótt eftir George Duhamel.

Séra Bjarni Karlsson er prestur í Laugarneskirkju. Ég gef mér að hann trúi á guð, réttara Guð. 18. ágúst síðast liðinn skrifaði hann grein í Fréttablaðið. Þar í var þetta:

„Trúarlíf á það sammerkt með ástarlífi að það er sammannlegt enda þótt flækjustigið sé hátt og heimskustuðullinn og aulahrollurinn æpandi. … Við getum ekki að því gert að við þráum handanveruna og eigum í hjarta okkar einhverja von sem deyr ekki jafn vel þótt öll rök mæli gegn henni og öll sund virðist lokuð.“

Þetta er merkileg játning og einhver athyglisverðasta greining á lífinu í kring um Guð þjóðkirkjunnar sem sést hefur. Og flunkuný það best ég veit. Minnir á furðusögurnar úr innanríkisráðuneytinu þessar vikurnar. Og vel við hæfi því trúarlífið er í þess umsjá. Við þá tilhugsun verður „aulahrollurinn æpandi“ í einni spurn:

Hver hefur með þetta „flækjustig“ að gera, sem ofið er inn í æpandi „heimskustuðul“, eftir að innanríkisráðuneytið var skorið upp; hver er kirkjumálaráðherra?

 

Úlfar Þormóðsson
Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Pistlar
1,305