trusted online casino malaysia
Ritstjórn 22/09/2018

Viltu svindla á neytendum? Ekkert mál – það er alveg löglegt líka

Framleiðendur  kjöt- og fiskafurða geta sprautað vatni og öðrum aukaefnum í vöru sína og þyngt hana þannig um allt að 30 prósent áður en hún er sett á markað.

Og það sem meira er – þetta er algerlega löglegt.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í grein sem Jón Daníelsson skrifar í Herðubreið. Tilefnið er mál sem fiskvinnslufyrirtækið Tor höfðaði á hendur Kötlu matvælaiðju. Katla hafði selt Tor „hjálparefni“ til að þyngja fiskinn, en við það varð fiskurinn óætur og þar með óseljanlegur.

Fyrir skömmu vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur málinu frá vegna vanreifunar. Hann gerði hins vegar enga athugasemd við þessa viðskiptahætti.

Eftirgrennslan leiðir í ljós að það er löglegt að þyngja matvæli með þessum hætti, en tilteknar reglur gilda þó um merkingu þeirra.

Samkvæmt heimildum Herðubreiðar er þessi aðferð alsiða í matvælaiðnaðinum. Reglulega auglýsa kjúlkingaframleiðendur að „ekkert viðbætt vatn“ sé í vöru þeirra. Neytendur kannast við nautahakk sem skreppur saman í gufumekki þegar því er skellt á heita pönnu.

Viðmælendur Herðubreiðar í fiskiðnaði segja þessa viðskiptahætti tíðkast mjög víða. Þeir nefna dæmi af skötusel, sem er keyptur frá Íslandi til Skotlands, þar er sprautað í hann vatni til að þyngja hann um svo sem fjórðung, og hann síðan seldur áfram til Spánar.

Í það minnsta eitt íslenskt fyrirtæki sérhæfir sig í framleiðslu véla til að sprauta efnum í matvæli. Það heitir Traust og lýsir virkni nýjustu vélar sinnar svona, í lauslegri þýðingu:

„Sprautaðu saltupplausn í fiskinn án þess að sjáist á honum ummerki eftir nálina. Allt að 10-30 prósent meira af vöru til að selja.“

Grein Jóns Daníelssonar í heild er hér.

1,415