Tussan á henni Hönnu Birnu og fleira smekklegt inn í borgarstjórn? Guðni er sannarlega spaugsamur
„Það var mikið hlegið á nokkrum borðum á herrakvöldinu stuttu fyrir síðustu sveitastjórnarkosningar þegar Guðni skemmti viðstöddum með bröndurum af „tussunni á henni Hönnu Birnu“ og bólförum Sóleyjar Tómasdóttur.“
Þannig farast Birni Val Gíslasyni orð í pistli í Herðubreið þar sem hann gerir að umtalsefni hugsanlegt framboð Guðna Ágústssonar til borgarstjórnar.
Björn Valur rifjar einnig upp meðferð á andvirði sölu á Lánasjóði landbúnaðarins, sem Guðni hafði umsjón með sem landbúnaðarráðherra. Ríkisendurskoðun gerði athugasemd við þá ákvörðun ráðuneytisins að nota 214 milljónir króna til að kaupa bankabréf hjá Kaupþingi banka í stað þess að skila fénu til ríkisféhirðis lögum samkvæmt. Stærsti hluti þessa fjár tapaðist við fall bankans.
Niðurstaða Björns Vals er að af þeim þremenningum, Guðna, Halldóri Ásgrímssyni og Finni Ingólfssyni, sé „Guðni án vafa þeirra líklegastur til að viðhalda framsóknarflokknum í því formati sem við þekkjum hann best.“