trusted online casino malaysia
Úlfar Þormóðsson 30/08/2014

TUÐ

Fólk á öllum aldri tuðar. Samt hefur því verið haldið á lofti að yngri kynslóðum að það séu einkum gamalmenni sem tuði. Til marks um það er orðið öldugnauð.

Yfirleitt er tuðað um eitthvað neikætt og því hafa tuðarar fremur vont orð á sér. Eigi að síður þurfa flestir á því að halda að tuða. Af og til. Þetta er eins konar ketilhreinsun. Maðurinn burstar burtu sótið. Það fellur sem tuð. Og það er nautn af ræstingunni.

Margir skrifa og tala um íslenskt mál og benda á hvað sé gott og slæmt mál, ljótt og fagurt. Þetta er gagnlegt fyrir málið og mennina. Eigi að síður fá þrautseigustu leiðbeinendurnir að ósekju á sig það orð frá alvitringum að þeir séu tuðarar. Og nú ætla ég storka vitringunum og tuðað örlítið.

Mér líður illa að lesa það, í annars góðri þýðingu á afburða texta, að fólk sé að labba um alla bók. Þetta er áreiðanlega rétt mál en ljótt er það, letilegt og álappalegt.

Í skrifuðum texta, töluðum í útvarpi og sjónvarpi og á götum úti, elskar fólk allt mögulegt. Meira að segja hafragraut. Orðunum að elska fylgja hugarmyndir. Ósjálfrátt. Og að elska hafragraut þykir mér ógeðsleg mynd þegar hún framkallast í huganum.

Málvöndunarmaðurinn í mér hefur alltaf glaðst yfir tvíræðni málsins, hvort sem hún er úthugsuð eða orðinn til fyrir óhapp eða klaufaskap. Fyrirsögn í blaði „Hleypur fyrir lamaðan frænda sinn“ getur hvort tveggja lýst óttalegri fólsku, en jafnframt væntumþykju, sem raunin var í þessu tilviki.

Og ekki þótti pistlahöfundi ónýtt að fá svo afdráttarlausa syndakvittun í fréttum Sjónvarps allra landsmanna þann 18. ágúst síðast liðinn: „Úlfar hélt ekki fram hjá sinni gæs.“ 

Úlfar Þormóðsson
Latest posts by Úlfar Þormóðsson (see all)
Flokkun : Pistlar
1,385